Félagsþjónusta og húsnæðismál

Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölbreyttri félagsþjónustu við íbúa sína. Hlutverk félagsþjónustunnar almennt er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í sveitarfélögunum á grundvelli samhjálpar eins og kveðið er á um í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.