Skólaþing sveitarfélaga 2021 (2022)

Farsælt skólastarf til framtíðar

25 ár frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga

Skólaþing sveitarfélaga verður alfarið á netinu og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra. Tenglar fyrir hvern mánudag verða settir inn í dagskrárhlutann hér að neðan.

Fjórði hluti Skólaþings sveitarfélaga, málstofa D: Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar fer fram mánudaginn 21. mars og við hefjum leik kl. 09:00. Við minnum þátttakendur á að hafa slökkt á myndavél og hljóði á meðan á fyrirlestrum stendur. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast inn á fundinn.

Viljayfirlýsing um samstarf um úttekt á þróun grunnskólans og þjónustu við börn (08.11.2021)

Við upphaf Skólaþings voru leikin tónlistaratriði frá fjórum tónlistarskólum, sem einnig eru aðgengileg hér neðar á síðunni. Hér að neðan má einnig hlusta á reynslusögur þeirra sem stóðu að flutningi grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996.

Skýrsla skólaþings 2022

Upptökur frá fyrri hluta Skólaþings

08:30

Í upphafi – setning skólaþings

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Ávarp mennta- og barnamálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

Lykiltölur – hvað hefur breyst?

Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði sambandsins.

Valgerður lauk BA gráðu í stjórnmálafræði við Hí og er með framhaldsmenntun á sviði viðskiptafræði frá háskólanum í Árósum. Er nú langt komin með meistaranám í verkefnastjórnun.  Hún hefur um langt skeið starfað hjá sambandinu þar sem helstu verkefni hafa m.a. snúið að úrvinnslu ýmissa rekstrarlegra upplýsinga um skólahald  í leik- og grunnskólum og miðlun þeirra út til sveitarfélaga.

Fræðsluskrifstofur 1974-1996 – Hve sárt við söknum?

Trausti Þorsteinsson, fv. fræðslustjóri í fræðsluumdæmi Norðurlands eystra

Trausti lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970, diploma-prófi í skólastjórnun frá Kennaraháskóla Íslands 1991, BA-prófi í sérkennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1993 og M.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2001. Árin 1970-77 starfaði hann sem kennari í grunnskólum á Norðurlandi. Hann var skólastjóri á Dalvík 1977-1989 og skipaður fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra 1989-1996. Áherslur hans í kennslu og rannsóknum við HA lutu að skólastjórnun, starfsþróun kennara og fagmennsku ásamt stefnumótun og mati á skólastarfi. Trausti sat í 16 ár í bæjarstjórn Dalvíkur þar af 8 ár sem forseti bæjarstjórnar.

Starfsþróun í stóru og smáu

Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjúnkt og verkefnastjóri Mennafléttunnar

Ingileif lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999, M.Ed. prófi í stjórnun menntastofnana árið 2009 frá Háskóla Íslands og Dipl.Ed. í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu frá Háskólanum á Akureyri árið 2019. Ingileif hefur starfað í fjölmörg ár í grunnskólum bæði sem umsjónarkennari og lengst af sem skólastjóri. Hún starfar sem aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, er ein af verkefnastjórum Menntafléttunnar, ásamt því að starfa sem sérfræðingur hjá Menntamálastofnun. Ingileif heldur úti menntablogginu Bara byrja

10:00

Kaffihlé

10:20

Hverju hefur helst farið fram og hvað er brýnast að bæta?

Ingvar Sigurgeirsson skólaráðgjafi

Ingvar hefur á langri starfsævi heimsótt fjölda leik- og grunnskóla víða um land, meðal annars sem rannsakandi og ráðgjafi og rætt við kennara og annað starfsfólk, nemendur, stjórnendur, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Undanfarin ár hefur Ingvar verið sjálfstætt starfandi skólaráðgjafi fyrir skóla og sveitarfélög víða um land. Byggt verður á þessari reynslu, og reifað, með hliðsjón af henni, annars vegar hvar helst má greina jákvæða þróun og hins vegar hvað brýnast sé að bæta.

2046

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og ráðgjafi

Ingvi Hrannar er grunnskólakennari og frumkvöðull með meistaragráðu frá Stanford Háskóla í Bandaríkjunum. Hann er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni. Ingvi Hrannar starfar nú í Skólaþróunarteymi Mennta-og menningamálaráðuneytisins m.a. við innleiðingu Menntastefnu til 2030.

Hvernig bætum við nám og námsumhverfi nemenda?

Stjórnmálamenn sem bera pólitíska ábyrgð á skólahaldi fá klípusögur af vettvangi skóla til úrlausnar í panel.

Guðmundur Ari Sigurjónsson stýrir

12:00 Þingi frestað til 28. febrúar kl. 08:30
Skólaþingsstjóri: Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi

Upptökur frá seinni hluta Skólaþings

 

Skólaþingsstjóri: Svandís Ingimundardóttir skólamálafulltrúi sambandsins
08:30

Hvaða breytingum þurfa starfshættir í þínu sveitarfélagi/landshluta að taka svo aðgerð menntastefnu 2030 um samhæfða skólaþjónustu verði að veruleika?

Þórður Kristjánsson, sérfræðingur í skólamálum, fer yfir svör nokkurra sveitarfélaga

Þórður er fyrrum skólastjóri grunnskóla og hefur starfað sem sérfræðingur hjá sambandinu í nokkur ár.

Við erum í skýjunum!

Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Ásgarðs – skóla í skýjum.

Kristrún er eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafaþjónustu Ásgarðs og skóla í skýjunum. Ráðgjafaþjónusta Ásgarðs sinnir sérfræðiaðstoð við sveitarfélög, stefnumótun og skólaþróun um land allt. Í Ásgarði er lögð áhersla á að nýta tæknina til að tengja saman kennara, nemendur og bæta skólastarf kerfisbundið.

Á íslenska skólakerfið sér framtíð? Reynsla, samtal og bjartsýni

Jón Torfi Jónasson

Jón Torfi hefur um langt skeið sinnt umfjöllun um fjölmarga þætti skóla- og annarra menntamála í kennslu- og rannsóknarstarfi sínu við Háskóla Íslands. Undanfarinn áratug hefur hann einkum beint sjónum sínum að ólíkum hliðum umræðunnar um framtíðina og skólann, m.a. um eðli hans og hlutverk sem lykilstofnunar samfélagsins. Fyrir tæpum fjórum áratugum fékk hann beiðni um að spá fyrir um þróun skólastarfs næsta aldarfjórðunginn. Óorðuð spurning að baki þeirri beiðni var hvort skólinn yrði áfram til í tæknivæddum heimi. Svarið var að sumu keimlíkt því sem rætt verður í erindinu.

Skólaþjónusta sveitarfélaga í nútíð og framtíð

Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við HA og Rúnar Sigþjórsson, prófessor emeritus við HA

Hermína hefur einnig starfað við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum tengjast félagslegu réttlæti í menntun, skóla og námi án aðgreiningar, fjölmenningu og menntun, fötlunarfræði, menntastefnu og framkvæmd.

Rúnar lauk meistaraprófi í skólaþróun frá Háskólanum í Cambridge í Englandi 1996 og doktorsprófi í menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands 2008. Háskólakennsla hans og rannsóknir hafa einkum beinst að námskrá, kennslutilhögun, námi og námsmati, ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs á þessum sviðum. Hann hefur einnig haldið fjölda erinda um þessi efni á fræðslufundum og málþingum með skólafólki.

Kaffihlé
10:00

Málstofa A: Skólaþjónusta í nútíð og framtíð

Skólaþjónusta sveitarfélaga í nútíð og framtíð

– Stutt eftirfylgd erindis –

Hermína Gunnþórsdóttir prófessor, Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus við Háskólann á Akrureyri og Birna Svanbjörnsdóttir, dósent og formaður kennaradeildar.

Velferðarnet Suðurnesja: Samstarf og samspil velferðar-, mennta og heilbrigðisþjónustu

Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri Velferðarnest og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála.

Skólaþjónusta þar sem ekki eru formlegar skólaskrifstofur 

Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands

Framtíðarhlutverk Menntamálastofnunar vegna skólaþjónustu sveitarfélaga

Arnór Guðmundsson, forstjóri.

Umræður og fyrirspurnir

 

Málstofustjóri: Kjartan Már Kjartansson
09:00 Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla
Upptaka af erindi Ragnars
Upptaka af erindi Dagnýjar
Ragnar Þorsteinsson, sérfræðingur í menntamálum og (Glærur)
Dagný Hauksdóttir, verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Akraness
(Glærur)
Grunnskólalíkanið Edda til úthlutunar á fjárheimildum til grunnskóla
Upptaka af erindi Helga
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar (Glærur)
Bætt yfirsýn og meiri sátt um fjármögnun grunnskóla – skólalíkan RR ráðgjafar
Upptaka af erindi Róberts
Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR-ráðgjöf (Glærur)

Vinnustofustjóri: Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi
09:00 Vinnustofan fer fram undir merkjum hönnunarhugsunar / Design Thinking, ferli sem nýtist við að kryfja vandamál og leita fjölbreyttra lausna. Þátttakendur vinnustofunnar verða virkjaðir, þeir fá tiltekin viðfangsefni að glíma við og vinna með hugmyndir að mótun framtíðarskólans.

Upptaka af erindi Ingvar Hrannars í fyrsta hluta Skólaþings: 2046 – Skólastarf framtíðarinnar

Á skólaþinginu voru spilaðar upptökur af tónlistaratriðum frá fjórum tónlistarskólum. Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskólanum á Akranesi.

Hér að neðan má hlusta og horfa á upptökurnar:

 

Fjórir einstaklingar sem komu að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 fjalla um yfirfærsluna, hvað tókst vel og hvað hefði mátt fara betur?

Björn Bjarnason, fv. menntamálaráðherra

Gerður G. Óskarsdóttir, fv. fræðslustjóri í Reykjavík

Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fv. formaður Félags grunnskólakennara

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

I. hluti úttektar: Hlutverk og skipulag skólaþjónustu
II. hluti úttektar: Þróun rekstrarkostnaðar grunnskóla (er í vinnslu)