Leikskóli

Leikskóli er fyrsta skólastigið í skólakerfinu samkvæmt lögum nr.90/2008 um leikskóla og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Lögin kveða á um að sveitarfélög hafi forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og beri ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélaganna. Hvert sveitarfélag skal setja sér almenna stefnu um leikskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum þess. 

19.910

Fjöldi barna 2022

Fjöldi leikskólabarna óháð dvalarlengd
6.274

Fjöldi stöðugilda 2022

Fjöldi stöðugilda er sinna uppeldis- og menntunarstörfum
3,5 mkr.

Kostnaður á barn 2021

Meðalkostnaður leikskóla sveitarfélaga á barn á ári með innri leigu, að frádregnum þjónustugjöldum
73,2 ma.kr.

Heildarkostnaður 2022

Heildarkostnaður vegna allra leikskóla