Föstudaginn 27. október kl. 11:00-11:45 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Föstudaginn 27. október kl. 11:00-11:45 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Þessi áfangi gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi. Fundurinn er hluti af fundarröðinni Skör ofar og sá annar í röðinni þetta haustið.
Verkefnið er styrkt er af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi.
Dr. Helgi Þór Ingason, verkefnisstjóri, gerir grein fyrir stöðu verkefnisins en auk hans taka þátt sérfræðingar sem komið hafa að verkefninu og gefa yfirlit yfir helstu niðurstöður sínar.
Tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður settur hér inn á vefsíðu sambandsins.