Skör ofar 27. október

Föstudaginn 27. október kl. 11:00-11:45 efndi Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Þessi áfangi gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi. Fundurinn er hluti af fundarröðinni Skör ofar og sá annar í röðinni þetta haustið.

Verkefnið er styrkt er af umhverfis-  og auðlindaráðuneytinu og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi.

Dr. Helgi Þór Ingason, verkefnisstjóri, gerði grein fyrir stöðu verkefnisins en auk hans tóku þátt sérfræðingar sem komið hafa að verkefninu og gáfu yfirlit yfir helstu niðurstöður sínar.

Upptaka frá fundinum

Dagskrá er sem hér segir:

Yfirlit yfir markmið verkefnisins og skipulag þess.
Kynning á niðurstöðum um umhverfismál, rekstrarfyrirkomulag, verðfyrirspurn og kostnaðaráætlun.
Staða verkefnis og næstu skref.
Umræður, spurningar og svör.
Lokaorð fundarstjóra, Hugrúnar Geirsdóttur