Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis

Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins fjarfundar undir yfirskriftinni Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis miðvikudaginn 22. mars kl. 10:00 til 11:30.

Fundurinn er annar fundurinn á árinu í fundarröð sambandsins undir hatti átaksins Samtaka um hringrásarhagkerfi.

Tilefnið eru breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót. Í lögunum er lögð er áhersla á fræðslu til almennings og lögaðila og bera Umhverfisstofnun, sveitarfélög, Úrvinnslusjóður og Endurvinnslan ákveðna ábyrgð á að henni. Á fundinum verður kynnt sú fræðsla sem lykilaðilar til að koma á hringrásarhagkerfi munu standa fyrir á næstunni.   

Dagskrá og skráning á fundinn