Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, bjóða til málþings um skólamál.
Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga árið 2021 stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skólaþingi undir yfirskriftinni Farsælt skólastarf til framtíðar. Á þeim tímamótum undirrituðu þrír ráðherrar ásamt formanni stjórnar sambandsins viljayfirlýsingu um samstarf um framkvæmd úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn í því skyni að geta hagnýtt reynsluna frá yfirfærslu grunnskólans við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til 2030, nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og aðgerða í byggðaáætlun um skólaþjónustu, starfsþróun og þverfagleg landshlutateymi.
Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið en það verður streymt verður frá þinginu og einnig verður það aðgengilegt á vef sambandsins eftir að því lýkur.