Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, bjóða til málþings um skólamál.
Smelltu hér til að horfa á fyrsta hluta málþingsins (2 klst og 30 mín).
Smelltu hér til að horfa á annan hluta málþingsins. (1 klst og 4 mín).
Smelltu hér til að horfa á þriðja hluta málþingsins. (42 mín).
Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga árið 2021 stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skólaþingi undir yfirskriftinni Farsælt skólastarf til framtíðar. Á þeim tímamótum undirrituðu þrír ráðherrar ásamt formanni stjórnar sambandsins viljayfirlýsingu um samstarf um framkvæmd úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn í því skyni að geta hagnýtt reynsluna frá yfirfærslu grunnskólans við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til 2030, nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og aðgerða í byggðaáætlun um skólaþjónustu, starfsþróun og þverfagleg landshlutateymi.
Nú liggja niðurstöður þeirra úttekta fyrir og gengst sambandið, ásamt ráðuneytum þeim sem aðild eiga að samstarfsyfirlýsingunni, fyrir málþingi um niðurstöður þeirra þann 30. október nk. á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.
Þar verður fókus settur á þann lærdóm sem úttektaraðilar telja að draga megi af þessu stærsta yfirfærsluverkefni til þessa, af samskiptum ríkis og sveitarfélaga, af eftirfylgd með yfirfærslunni, lærdóm og reynslu sem hagnýta má til þess að bæta bæði aðferðafræði og samskipti ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að innleiðingu stórra stjórnvaldsákvarðana eða samningaviðræðna um ný yfirfærsluverkefni.
Bein útsending
Streymt var frá málþinginu og er upptaka frá því aðgengilegt á tenglinum hér að framan.
Fundarstjórar: Guðmundur Gunnarsson fv. bæjarstjóri og ráðgjafi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ.
09:15 | Morgunhressing |
09:30 | Reynslunni ríkari – ávarp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
09:45 | Þróun reksturs grunnskóla frá 1996-2022 Arnar Haraldsson og Haraldur Líndal, ráðgjafar hjá HLH ráðgjöf – skýrslan |
10:30 | Samtal formanns stjórnar sambandsins, mennta- og barnamálaráðherra og innviðaráðherra |
11:00 | Morgunæfingar og með’í |
11:05 | Það sem varð eftir – námsgögn og endurmenntun – bölvað klúður? Klara Eiríka Finnbogadóttir sérfræðingur og Þórður Kristjánsson ráðgjafiÚttekt á útgáfu námsgagna og starfsþróun. |
11:40 | Fyrirspurnir frá málþingsgestum |
12:00 | H Á D E G I S H L É |
13:00 | Skólaþjónusta og menntaforysta á sveitarstjórnarstigi Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri og Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á AkureyriHlutverk og skipulag skólaþjónustu – skýrsla. |
13:40 | Álitsgjafar Selma Barðdal, formaður Grunns og fræðslustjóri í Skagafirði og Þorsteinn Hjartarson, skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneyti segja sitt álit |
14:00 | Síðdegisæfingar og með‘í |
14:05 | Borðaumræður þátttakenda Afurðir felast í spurningum til pallborðs og fóðri fyrir áframhaldandi samtal í kjölfar málþings. |
15:00 | Pallborðsumræður – lærdómur og hagnýting Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar sambandsins, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og Ingvar Sigurgeirsson, fv. prófessor |
15:40 | Þingslit |