Gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur aðgengileg á vef sambandsins

Að undanförnu hefur Hagstofa Íslands birt gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur eftir sveitarfélögum og mánuðum á heimasíðu sinni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gögnin má finna á heimasíðu hagstofu www.hagstofa.is undir  „Tilraunatölfræði“. Gögnin eru  á excel formi og verða uppfærð með reglulegu millibili. Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur sett þessi gögn upp í Power BI til  að auðvelda sveitarfélögum að skoða gögnin á myndrænan hátt. Birtar eru þrjár síður í Power BI.

  • Á síðu 1 eru þrjú línurit sem sýna launatekjur, fjölda launþega og fjölda launagreiðenda eftir atvinnugreinum og eftir mánuðum.
  • Á síðu 2 eru tvö súlurit sem sýna heildartekjur og hvernig þær skiptast í launatekjur, aðrar tekjur og atvinnuleysisbætur eftir mánuðum.
  • Á síðu 3 eru tvö súlurit sem sýna árstekjur samkvæmt skattframtali og hvernig þær skiptast atvinnutekjur, reiknað endurgjald, fjármagnstekjur og aðrar tekjur eftir árum.

Hægt er að nálgast myndræna formið hér á vef sambands undir „Talnaefni“.