Fjármálaráðstefna sveitarfélaga í beinni útsendingu

Bein útsending verður frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fram fer dagana 7. – 8. október.

Sökum sóttvarna var þátttaka á ráðstefnunni takmörkuð við 350 manns og því hafði einungis kjörið sveitarstjórnarfólk, framkvæmdastjórar og fjármálastjórar/bæjarritarar heimild til að skrá sig.

Til að koma til móts við þá fjölmörgu sem ekki komust að var ákveðið að streyma ráðstefnunni á vef sambandsins báða dagana.

Við vonumst til þess að sjá ykkur öll að ári en áformað er að fjármálaráðstefnan 2022 fari fram dagana 13. og 14. október.