Fjármálaráðstefna 2021

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fór fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 7. og 8. október 2021.

Þátttökugjald á ráðstefnuna var 23.000 krónur.

Uppselt var á ráðstefnuna en sökum sóttvarna var þátttaka takmörkuð við 350 manns. Stóð því einungis kjörnu sveitarstjórnarfólki, framkvæmdastjórum sveitarfélaga og landshlutasamtaka og fjármálastjórum/bæjarriturum til boða að skrá sig. Að ári vonumst við til að sjá ykkur öll.

Hér að neðan má horfa á upptökur frá ráðstefnunni. Athugið að upptaka var sett af stað 13-15 mínútum áður en dagskrá hófst á föstudeginum.

Dagskrá og upptökur frá ráðstefnunni:

09:00 Skráning og afhending fundargagna
10:00 Setningarræða
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar sambandsins
10:15 Nýir tímar í fjármálaþjónustu
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka Íslands
10:30 Fyrirspurnir og umræður
10:50 Fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins
11:10 Afkoma sveitarfélaga og horfur til næstu ára
Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri, hag- og upplýsingasvið sambandsins
11:30 Hagstjórn í heimsfaraldri. Hvað tókst vel og hverjar eru horfurnar?
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri
11:50 Fyrirspurnir og umræður
12:00 HÁDEGISVERÐUR
13:30 Samhæfing áætlana í þágu landsins alls – ný hugsun í opinberri stefnumótun
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
13:50 Tækifæri í álagningu fasteignaskatta
Margrét Hauksdóttir, forstjóri, Þjóðskrá
14:10 Fjármál í heimsfaraldri: Hvað getum við lært?
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Reykjavíkurborg
14:30 Heimsfaraldur í heimabyggð
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri, Húnaþing vestra
14:50 Fyrirspurnir og umræður
15:00 KAFFIHLÉ
15:30 Sveitarfélagaskóli í símann þinn
Bryndís Gunnlaugsdóttir og Valgerður Ágústsdóttir, sérfræðingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
15:50 „Fjárans áætlun“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Reykjanesbæ
16:10 Fyrirspurnir og umræður
16:25 Á enn léttari nótum 
Vigdís Hafliðadóttir
16:40 Ráðstefnunni frestað til næsta dags. Boðið verður upp á léttar veitingar í lok  fundardags

Ráðstefnustjórar: Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Arnór Benónýsson, oddviti í Þingeyjarsveit.

Fjármálaráðstefna 2021 hélt áfram með vikulegum fundum á Teams hvern föstudag frá kl. 09:00-10:30.

Fyrsti fundurinn fór fram föstudaginn 15. október en þar voru framsögumenn:

  • Oddur Gunnar Jónsson, VR
  • Matthildur Ásmundsdóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði
  • Birgir Björn Sigurjónsson, ráðgjafi

Fjármálaráðstefna 2021 hélt áfram með vikulegum fundum á Teams hvern föstudag frá kl. 09:00-10:30.

Annar fundurinn fór fram 22. október en þar voru framsögumenn:

Tómas Brynjólfsson og Björn Þór Hermannsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjölluðu þeir um efnahagsþróun og langtíma áskoranir í opinberum fjármálum.

Og Yngvi Harðarson frá Analytica og fjallaði hann um líkan um sjálfbærni sveitarfélaga

Fjármálaráðstefna 2021 heldur áfram með vikulegum fundum á Teams hvern föstudag frá kl. 09:00-10:30.

Þriðji fundurinn fór fram föstudaginn 29. október. Upptaka frá fundinum er hér neðst á síðunni.

Dagskrá fundarins

Fjárfesting í stafrænni umbreytingu – núna en ekki seinna
Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar

Fjárfesting en ekki kostnaður
Þórhildur Gunnarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Júní

Óskar S. Sandholt – fjárfesting Reykjavíkurborgar
Sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar

Fjármálaráðstefna 2021 hélt áfram með vikulegum fundum á Teams hvern föstudag frá kl. 09:00-10:30.

Fjórði og síðasti fundurinn fór fram föstudaginn 5. nóvember en þar voru framsögumenn:

  • Arnar Haraldsson, verkefnisstjóri, félagsmálaráðuneyti
  • Herdís Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins  Skagafjarðar
  • Rannveig Einarsdóttir, Sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar
  • Hera Ósk Einarsdóttir, Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar
  • Freyja Sigurgeirsdóttir og Róbert Ragnarsson, RR Ráðgjöf

Upptaka frá fundinum