Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir viðburði tengdum leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. og 17. maí.

Um er að ræða málþing í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur frá kl. 09:00-13:00 mánudaginn 15. maí. Málþingið er haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Yfirskrift málþingsins er: „Embedding democratic values at grassroot level”. Fjallað verður um hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki. 

Kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga er sérstaklega boðið að taka þátt, en málþingið er öllum opið. Fundurinn verður í beinu streymi.

Nánari upplýsingar og dagskrá þingsins.