Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki – málþing

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir viðburði tengdum leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. og 17. maí.

Um er að ræða málþing í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur frá kl. 09:00-13:00 mánudaginn 15. maí. Málþingið er haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Yfirskrift málþingsins er: „Embedding democratic values at grassroot level”. Fjallað verður um hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki. 

Kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga er sérstaklega boðið að taka þátt, en málþingið er öllum opið. Fundurinn verður í beinu streymi.

Dagskrá:

Opnunarávörp:

Sigurður Ingi JÓHANNSSON, innviðaráðherra, setur málþingið

Leen VERBEEK, forseti sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

Bjørn BERGE, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuráðsins

Dagur B. EGGERTSSON, borgarstjórinn í Reykjavík

 1. Mannréttindamiðuð nálgun í stjórnsýslu

Bernd VÖHRINGER, forseti sveitarstjórnarráðs Evrópuráðsins stýrir umræðum

Til máls taka:

 • Gunn Marit HELGESEN, forseti Evrópuráðs sveitarfélaga.
 • Cees LOGGEN, forseti samráðshóps um jaðar- og sjávarsvæði 
 • Rachid MADRANE, forseti samráðshóps svæðisbundinna löggjafarþinga
 • Jón Jakob JÓNSSON, fulltrúi ungmennaráðs.

10.40 – 11.00 Spurt og svarað

11.00 – 11.20 Hlé

 1. Uppbygging öflugs lýðræðis án aðgreiningar þar sem ungt fólk er drifkraftur breytinga.

Harald SONDEREGGER, forseti svæðisráðs Evrópuráðsins stýrir umræðum.

Til máls taka:

 • Peter van't Hoog, varaforseti Samtaka evrópskra landamærasvæða.
 • Jean-Luc VANRAES, varaforseti, svæðisþings Evrópu
 • Elias DRAY, varaforseti Evrópuþings ungmenna
 • Remigiusz SEPIAŁ, fulltrúi ungmennaráðs

12.00 – 12.25 Spurt og svarað

 1. – 12.35  Lokaávörp
 • Heiða Björg HILMISDÓTTIR, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun flytja lokaávarpið.
 • Leen VERBEEK, forseti sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

Fundarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarstjórnarþingsins, Mathieu MORI.

Í lok fundar verður undirrituð sameiginleg yfirlýsing.

Hér má jafnframt sjá viðtal við þá Bernd Vöhringer og Harald Sonderegger um málþingið í Reykjavík á mánudaginn kemur.

Nánari upplýsingar um dagskrá