Ársfundur Brákar hses.

Brák íbúðafélag hses heldur ársfund 20. júní kl. 14 í húsakynnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar í Reykjavík. Brák íbúðafélag er óhagnaðardrifin húsnæðissjálfseignarstofnun og er stofnað af 31 sveitarfélag. Markmiðið með félaginu er að reisa og reka leiguíbúðarhúsnæði um landið í samræmi við lög um almennar leiguíbúðir og með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Meðal verkefn á ársfundinum er inntaka nýrra stofnaðila eða sveitarfélaga. 

Frestur gefst til að óska eftir aðild fram að ársfundinum n.k. þriðjudag. Ársfundurinn er opinn öllum og verður einnig sendur út á Teams til þeirra sem þess óska.

Fundarboð og dagskrá fundarins.