Nýsköpun í opinberum rekstri hefur líklegast aldrei verið mikilvægari en nú. Framundan eru miklar áskoranir fyrir hið opinbera vegna öldrunar íbúa sem mun leiða til þess að velferðarþjónusta verður þyngri og skatttekjur munu dragast saman. Samhliða gera íbúar stöðugt meiri kröfur til opinberrar þjónustu og til þess að hún sé sem mest sniðin að þeirra einstaklingsþörfum. Til að takast á við þessi úrlausnarefni verður að skapa nýjar lausnir til að veita opinbera þjónustu. Núverandi rekstrarform eru ekki sjálfbær til framtíðar litið.
Eitt af brýnustu verkefnum sveitarfélaganna í dag er stafræn þróun þeirra.
Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vinnur að miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni framþróun og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu, rekstur og samskipti við íbúa.
Sambandið hefur opnað upplýsingasíðu um stafræna þróun, stafrænar lausnir sveitarfélaga, leiðbeiningar og verkfæri og fræðslu sem nýst getur sveitarfélögum undir nafninu Stafræn sveitarfélög. Efni þessarar síðu verður stöðugt í þróun í samvinnu og samtali við sveitarfélögin.