Nýsköpun

Nýsköpun í opinberum rekstri hefur líklegast aldrei verið mikilvægari en nú. Framundan eru miklar áskoranir fyrir hið opinbera vegna öldrunar íbúa  sem mun leiða til þess að velferðarþjónusta verður þyngri og skatttekjur munu dragast saman. Samhliða gera íbúar stöðugt meiri kröfur til opinberrar þjónustu og til þess að hún sé sem mest sniðin að þeirra einstaklingsþörfum. Til að takast á við þessi úrlausnarefni verður að skapa nýjar lausnir til að veita opinbera þjónustu. Núverandi rekstrarform eru ekki sjálfbær til framtíðar litið.

Mikilvægt er að hin pólitíska forysta hvetji til og styðji við nýsköpun í starfsemi sveitarfélaga. Nýsköpun á ekki að snúast bara um einstök verkefni heldur þarf að skapa nýsköpunaranda í starfseminni og yfirstjórnendur þurfa að hafa forystu um það. Jákvæð og markviss mannauðsstjórnun er einnig mikilvæg forsenda. Það þarf að skapa jákvæðan anda meðal starfsfólks og hvatningu til nýsköpunar.

Í nýsköpunarferlum er lausnin ekki þekkt en ferlinu er hrint af stað vegna þess að það er einhver þörf sem þarf að byrja á að greina. Nýsköpun felur í sér tilraunastarfsemi og það er ekki öruggt að tilraunin heppnist. Það er aldrei hægt að vita fyrirfram  hver árangurinn verður. Það nægir ekki að vera með góða hugmynd. Það þarf að framkvæma breytingu sem leiðir til þess að hægt er að leysa ákveðna þörf. Nýsköpun býr til nýtt verklag, nýja þjónustu eða nýtt samstarf.

Mikil tækifæri eru fólgin í auknu samstarfi við notendur um hönnun á nýjum þjónustulausnum þannig að þjónustan sé mótuð út frá þörfum notendanna. Þróun þjónustunnar á sér þá stað í gagnvirkum ferli á milli þess sem veitir þjónustuna og þess sem notar hana.  Þetta eykur gæði þjónustunnar og skilvirkni þar sem hægt er að komast hjá ónauðsynlegum þjónustuþáttum. Þetta eykur líka traust notendans á þjónustunni og er stundum kallað notendalýðræði.  Annað tækifæri í samstarfi við íbúa er að virkja félagsauðinn til að styðja við opinbera þjónustu með því að einstaklingar eða félagasamtök taki að sér ákveðna þjónustuþætti.

Það er líka mikilvægt að læra af öðrum. Engin er með einkaleyfi á nýjum lausnum í opinberri þjónustu og það er óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið.

Bæði OECD og Evrópusambandið leggja aukna áherslu á nýsköpun í opinberum rekstri, m.a. með veitingu viðurkenninga sem   íslenskir aðilar hafa hlotið.  OECD hefur síðastliðin tvö ár unnið að nýsköpun í opinberum rekstri með hópi aðildarríkja, „Observatory of Public Sector Innovation“. Á vefsíðu OECD, http://www.oecd.org/governance/public-innovation/,  eru miklar upplýsingar um nýsköpun hjá hinu opinbera og fyrirmyndarverkefni. Þar eru m.a. upplýsingar um fjögur íslensk verkefni sem hafa líka hlotið viðurkenningu fyrir nýsköpun hér á landi.

Á Íslandi hafa ríki og sveitarfélög haft með sér samstarf frá árinu 2012 um veitingu nýsköpunarverðlauna til að hvetja til nýsköpunar hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum.

Nýsköpunardagur hins opinbera var haldinn í fyrsta sinn í júní 2019. Að deginum stóðu Fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á nýsköpunardeginum opnaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,  nýja vefsíðu um opinbera nýsköpun.

Af áhugaverðum erindum dagsins má nefna nýsköpun með samsköpun, sem Anne Tortzen, fjallaði um, en Anne er einn helsti sérfræðingur Norðurlandanna í úrlausn flókinna viðfangsefna í opinberri þjónustu með samsköpun. Þá kynntu Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær nýsköpunarverkefni innan sinna raða og sagt var frá nýsköpunarmóti sem haldið verður nú í haust með það að markmiði, að auka samstarf opinberra aðila og einkaaðila – svo að fátt eitt sé nefnt.

Nýsköpunarvogin er norræn könnun um nýsköpun hjá hinu opinbera, bæði stofnunum ríkisins og sveitarfélaga. Könnunin sjálf er nýsköpunarverkefni þar sem þetta mun vera fyrsta könnunin af þessu tagi í heiminum. Miðstöð fyrir nýsköpun hjá hinu opinbera í Danmörku (Center for offentlig innovation, Coi) þróaði könnunina upphaflega. Önnur Norðurlönd stukku síðan á vagninn og stöðugt fleiri lönd eru að slást í hópinn.

Sett hefur verið upp vefsíða um niðurstöður Nýsköpunarvogarinnar á Norðurlöndunum með samanburði á milli landanna. Þar er m.a. bæklingur um norrænu könnunina ”Measuring New Nordic Solutions: Innovation Barometer for the Public Sector” sem hægt er að hlaða niður. Það er áhugavert hversu líkar niðurstöðurnar eru á milli Norðurlandanna en þó skera sig einstaka þættir úr, t.d. er sláandi hversu lítið íbúar og notendur eru hluti af nýsköpunarstarfi hér á landi og hversu lítil fjárhagslegur og faglegur stuðningur er við nýsköpun hjá hinu opinbera hér.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga höfðu samstarf um fyrstu gerð Nýsköpunarvogarinnar hér á landi árið 2019. Stefnt er að því að endurtaka könnunina en á hinum Norðurlöndunum hefur hún verið gerð á tveggja ára fresti. Markmiðið með Nýsköpunarvoginni er að meta umfang og eðli nýsköpunar hjá hinu opinbera og að meta stöðuna á Íslandi miðað við önnur norræn ríki.

Gagnaöflun 2018 fór fram með tveimur spurningalistum sem áttu að meta stöðu nýsköpunar hjá stofnunum eða vinnustöðum hjá hinu opinbera. Fyrsti spurningalistinn var lagður fyrir ráðuneytisstjóra og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Í honum var fyrst og fremst spurt um nýsköpunarstefnu og -fjárveitingar. Hinn listinn var lagður fyrir yfirmenn vinnustaða á sveitarstjórnastigi og stofnana ráðuneyta. Í honum var spurt um nýsköpunarverkefni, eðli þeirra og þætti sem stuðla að nýsköpun eða hindra. Könnunin var send 543 vinnustöðum á sveitarstjórnarstigi og 208 vinnustöðum hjá ríkinu. Á sveitarstjórnarstigi var könnunin send skólastjórum leikskóla og grunnskóla, sem og yfrmönnum stjórnsýslu sveitarfélaga, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundasviða.

Svarhlutfall ríkisstofnana var um 60% og 27% á meðal vinnustaða á sveitarstjórnarstigi. Skýringar á þessum mikla mun á svarhlutfalli eru líklegast þær að könnunin á sveitarstjórnarstigi var mun flóknari og umfangsmeiri, bæði fleiri svarendur og fleiri flokkar af þjónustu. Aðeins 148 svör bárust frá vinnustöðum sveitarfélaga. Þar af voru 50 vinnustaðir á höfuðborgarsvæðinu og 102 á landsbyggðinni. Í framkvæmdastjórakönnuninni var svarhlutfall mun betra eða um 86%.

Að lokum er tilefni til vekja athygli á að fjármála- og efnhahagsráðuneytið rekur sérstaka vefsíðu um opinbera nýsköpun þar sem eru ýmsar áhugaverpar upplýsingar, þ. á m. um Nýsköpunarvogina.

Vinnustaðakönnun

Nýsköpun eins og hún var skilgreind í könnuninni felst í nýjum eða mikið breyttum vörum, þjónustu, verkferlum eða samskiptaleiðum.

Framkvæmdastjórakönnun

Niðurstöður framkvæmdastjórakönnunarinnar í heild.

Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur, Háskóla Íslands Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík, 3. júní 2019 kl. 13:00-16:30. Smelltu á tenglana á dagskránni hér að neðan til að horfa á upptöku af námskeiðinu.

Purpose of the seminar:

To place the concept of co-creation on the agenda of relevant public administrators and elected officials from Icelandic municipalities and state agencies. And to provide participants across the Icelandic public sector with an opportunity to reflect on the relevance for their current practices and discuss the possibilities and pitfalls of this approach.

How can life quality of citizens and communities be improved through co-creation?

 13:00 Welcome and introduction
Anna G. Björnsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
13:15 Lecture by by Anne Tortzen:
Center for Citizen Involvement, Copenhagen, Denmark: A new agenda for developing welfare services and solving complex problems. Introducing the concept of co-creation. Deciding on a co-creation approach: Why and when?
14:00 Group work and pleum dialogue: Where might co-creation be a relevant approach in our practice?
 Break
 14:50 Lecture by Anne Tortzen:
How can co-creation help developing better public services and improve life quality for citizens and communities? Examples of co-creation from a Danish context
15:20 Group work and plenum dialogue: Sharing your own stories on collaboration and co-creation
16:0 Lecture by Anne Tortzen:
How to lead and facilitate co-creation: Possibilites, pitfalls and a checklist to get started
16:20  Conclusive discussion in groups and plenum
 16:30  Thank you and good bye