Nýsköpunardagur hins opinbera

Hvað getum við lært af Covid-19 þegar kemur að því að veita opinbera þjónustu og hvaða tækifæri hefur heimsfaraldurinn skapað til þess að bæta þjónustuna? Þetta er meginumræðuefni á Nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn var 21. janúar 2021 kl. 09:00-11:30 en yfirskift dagsins var Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu – lærdómar til framtíðar.

Um nýsköpun á vef sambandsins.

Heimfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt samfélagið, þar með talið vinnulag opinberra starfsmanna. Meðal jákvæðra breytinga sem orðið hafa á undanförnum mánuðum er að lagt hefur verið kapp á að hraða breytingum til þess að efla stafræna opinbera þjónustu. Samvinna hefur aukist milli ólíkra stofnana og breytingar hafa orðið í mannauðsmálum. Á Nýsköpunardeginum deildu þátttakendur reynslusögum um þessi mál og þá voru þrjú fræðsluerindi haldin.

Viðburðurinn var ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á opinberri þjónustu og nýsköpun. Nýsköpunardagur hins opinbera var nú haldinn í annað sinn en að deginum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Ísland.is og kjara- og mannauðssýsla ríkisins. 

Hér má sjá viðburð morgunsins í streymi á Facebook. Dagskráin hefst kl. 09:00.

Upptaka af Nýsköpunardeginum 2021 í heild sinni – Stök erindi má finna hér að neðan.

Góð samvinna

Hvernig höldum við því jákvæða sem síðustu mánuðir hafa kennt okkur?

Smelltu hér til að sjá upptöku af erindi Lene

Lene Jeppesen, Miðstöð opinberrar nýsköpunar í Danmörku

Reynslusaga: Frá viðbragði til uppbyggingar fyrir viðkvæmustu hópana

Tryggvi Haraldsson, félagsmálaráðuneyti og María Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Upptaka af erindi Tryggva og Maríu

Verkefnið sem þau fjalla um snýr að því hvernig ólíkir aðilar hafa þurft að bregðast við með aukinni samvinnu og nýsköpun til þess að veita opinbera þjónustu á tímum COVID. Við ætlum að kynnast viðbragðsteymi sem var sett á laggirnar til að draga úr þjónusturofi við viðkvæma hópa, gæta öryggis og halda uppi þjónustu á sviði félags- og barnaverndar.  

Framúrskarandi þjónusta

Hvert er hlutverk starfsmanna í stafrænum breytingum?

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafrænt Ísland.

Andri mun fjalla um hvert hlutverk starfsmanna er í stafrænum umbreytingum og talar um þær stóru breytingar sem orðið hafa á þjónustu hins opinbera í gegnum stafræna miðla í kjölfar COVID og hvert opinber þjónusta stefnir í þeim málum. 

Reynslusaga: Stafrænt heljarstökk heilsugæslunnar

Ingi Steinar Ingason, Embætti landlæknis, og Ragnheiður Erlendsdóttir, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. – Upptaka af erindi Inga Steinars og Ragnheiðar

Áskorun heilbrigðisþjónustunnar hefur verið mikil síðastliðið ár og hefur hún þurft að bregðast hratt við erfiðum aðstæðum. Í erindinu verður farið yfir hvernig brugðist var við auknu álagi á heilsugæslunni með stafrænum lausnum sem hafa skilað sér í ótrúlegri skilvirkni og bættri þjónustu. 

Öflugur mannauður

Hið mannlega í síbreytilegu umhverfi

Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins.  

Aldís mun fjalla um hið mannlega í síbreytilegu umhverfi og þá hæfni og færni sem starfsfólk og stjórnendur þurfa að  búa yfir og tileinka sér í umhverfi stöðugra umbóta og mikilvægi hvetjandi starfsumhverfis til framþróunar.

Reynslusaga: Mannauðurinn á tímum áskorana

Regína Ásvaldssdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. – Upptaka af erindi Regínu

Regína mun fara yfir það hvernig velferðarsvið Reykjavíkurborgar þurfti að bregðast við COVID til þess að geta haldið úti þjónustu við íbúa borgarinnar og hvernig þeim tókst að virkja mannauðinn á erfiðum tímum. 

10:40 Bergur Ebbi með skilaboð inn í nýtt ár

Í erindi sínu fjallar Bergur Ebbi um stóru spurningarnar sem knýja dyra á nýju ári. Hver er lærdómurinn af 2020 og hefur gildismat okkar breyst? Hvað höfum við lært um sköpun og aðlögunarhæfni og hvernig getum við nýtt okkur það í framtíðinni?

11:00 Umræðuhópar á Teams um samvinnu, þjónustu og mannauð

Hópur 1: Samvinna –
Hópur 2: Stafræn þjónusta –
Hópur 3: Mannauður –

11:00 Lok dagskrár

Eftir hádegi var boðið upp á nýsköpunarmola frá vinnustöðum, þar sem sagt var frá þeim nýsköpunar verkefnum sem hrint hefur verið í framkvæmd á árinu 2020.
Upptökutenglar verða settir undir hvern viðburð þegar þeir berast. Hver viðburður stóð í um klukkustund.

Nýsköpunarmolar

Snjallvæðing á þjónustu 12.30-13.30

• Innleiðing á rafrænu ferli kærumála – Kári Gunndórsson, nefndarmaður hjá Úrskurðanefnd velferðarmála
• Innleiðing á snjallmenninu Vinný – Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun
• Innleiðing velferðartækni – Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri velferðartæknismiðju

Upptaka af fundinum

Nýsköpun í vinnustaðamenningu – 13.30-14.30

• Nýsköpun í stjórnun og breytt skipurit – Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa (glærur á pdf)
• Verkefnamiðað vinnuumhverfi og fjarvinna – Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins (glærur á pdf)
• Betri vinnutími – Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins (glærur á pdf)

Upptaka af fundinum

Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu – 14.30-15.30

• Aukin þróun og notkun á Heilsuveru á tímum COVID-19 – Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna, Embætti landlæknis
• Þróun COVID-19 göngudeildarinnar – Runólfur Pálsson, forstöðumaður lækninga
• Samkeyrsla birgðayfirlits og innkaupa hjá Landspítala – Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítala.

Upptaka frá fundinum 

Nýsköpun sveitarfélaga í Covid – hvernig getum við viðhaldið jákvæðum breytingum? – 14:30-15:30

Covid reynsla og lærdómar úr tveimur sveitarfélögum

Reynsla Reykjavíkurborgar af þjónustuhönnun sem aðferð til nýsköpunar

Umræður

Fundarstjóri  Fjóla María Ágústsdóttir breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Þá er hver og einn vinnustaður jafnframt hvattur til að skipuleggja nýsköpunardagskrá hjá sér.

Hugmyndir:

  • Hægt er að halda vinnustofur um innra nýsköpunar- og umbótastarf og greina aukin tækifæri til samvinnu.
  • Ræða hvaða breytingar Covid-19 hafi leitt til í starfseminni sem áhugi er á að viðhalda.
  • Vinnustofa um hvernig starfsemi og þjónusta ykkar mun þróast með sem bestum hætti næstu árin og hvar helstu tækifæri liggja til nýsköpunar og umbóta.