Leiðbeiningar um starfsmannamál

Kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru að mestu leyti samræmdir  er varðar kaflaskipan og inntak þeirra. Ákvæði kjarasamninga sambandsins er lúta að réttindum starfsmanna eiga sér í mörgum tilvikum samsvörun í kjarasamningum ríkisins. Í eftirfarandi leiðbeiningum er því, þegar sama túklun á við, vísað beint í leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins með kjarasamningum ríkisins.

Spurt og svarað. Ísland.is – Mannauðstorg.  Svör við algengum spurningum sem tengjast starfsmannamálum.

Vinnu- og hvíldartími – Ísland.is – Mannauðstorg – Vinnutími og viðvera

Breytingar á störfum . Í flestum kjarasamningum sem Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að eru ákvæði um breytingar á störfum, sbr. t.d. gr. 11.1.4 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflotsins. Ákvæði þetta er að mörgu leyti áþekkt því sem gildir um ríkisstarfsmenn skv. 19. gr. starfsmannalaga.

Leiðbeiningar um breytingu á störfum og verksviði

Leiðbeiningar 2.0 (2023) um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldskóla á grundvelli nýrra laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda.  Lögin gilda frá 1. janúar 2020.

Ráðningar í störf hjá sveitarfélögum teljast stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Mikilvægt er því að málsmeðferð ráðninga sé ávallt í samræmi við stjórnsýslulög nr. 37/1993 með síðari breytingum og vandaða stjórnsýsluhætti.

Leiðbeiningar um ráðningar í störf hjá sveitarfélögum.

ORLOF 

Athygli er vakin á því að samkvæmt kjarasamningum  Sambands íslenskra sveitarfélaga og flestra viðsemjenda þess kemur ekki til lengingar orlofs sem er tekið utan sumarorlofstímabils nema sú tilhögun sé að ósk vinnuveitanda.

Veikindaréttur – Ísland.is – Mannauðstorg – Vinnutími og viðvera

Minnt er á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Í meðfylgjandi bréfi er skilgreining umræddra starfa útlistuð frekar.

Sérstaklega mikilvægt er að sveitarfélög framfylgi þessari lagaskyldu nú þar sem kjarasamningar þeir sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerir fyrir hönd sveitarfélaga losna allir á árinu 2024.

Leiðbeiningar sendar til sveitarfélaga 5. október 2023.