Gagnalón fyrir launaupplýsingar

Í lok árs 2022 hófst uppsetning gagnalóns (e. data lake) Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem safnað er launaupplýsingum starfsfólks sveitarfélaga landsins sem eru í þeim stéttarfélögum sem sambandið hefur umboð fyrir að semja við. Útkoman er öflugt gagnalón sem nýtist á marga vegu, hvort sem það er í samanburði, í kjaraviðræðum eða til nota fyrir launafulltrúa.

Hönnun er hafin á mælaborði sem verður birt hér á heimasíðu sambandsins þar sem sveitarfélög geta borið sig saman og stéttarfélögin sömuleiðis.