Spurt og svarað um betri vinnutíma dagvinnufólks

Í flestum kjarasamningum sveitarfélaga sem voru undirritaðir veturinn 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnutíma um 13 mínútur á dag með heimild til að frekari styttingar vinnutíma í samtals 48 mínútur á dag (36 stundir á viku) með niðurfellingu greinar 3.1, um matar- og kaffitíma. Stéttarfélögin sem ekki hafa samið um styttingu vinnutíma eru: Félag grunnskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Skólastjórafélag Íslands.

Já, nauðsynlegt er að fela ákveðnum aðilum að halda utan um verkefnið á hverjum starfsstað til þess að tryggja framgang verkefnisins.

Stytting vinnutíma í dagvinnu verður útfærð á hverjum vinnustað fyrir sig. Útfærslan getur því verið með mismunandi hætti og ræðst af því hvað hentar vinnustað og starfsmönnum best. Til að vel takist til verður að tryggja góðan undirbúning og þátttöku allra á vinnustaðnum . Mikilvægt er að skoða vandlega alla þætti starfseminnar, verklag og vinnuferla og finna leið til að skipuleggja vinnuna sjálfa betur Til að leiða þá vinnu verður skipuð sérstök vinnutímanefnd á hverjum vinnustað/stofnun. Heimilt er að hafa eina vinnutímanefnd fyrir fleiri vinnustaði/stofnanir ef sátt er um það fyrirkomulag milli vinnuveitanda og starfsmanna. Starfsmenn velja sína fulltrúa í hópinn en auk þess skal hann skipaður fulltrúum vinnuveitanda. Vinnutímanefndir munu hafa aðgang að fræðsluefni um hvernig best er að haga þessari vinnu. Vinnutímanefnd á hverjum vinnustað boðar til umbótasamtals þar sem starfsmenn og stjórnendur ræða sameiginlega hvaða vinnutímafyrirkomulag henti best. Í kjölfarið leggur vinnutímanefndin fram tillögu sem starfsmenn greiða atkvæði um.

Hlutverk vinnutímahópsins er að leiða umræðuna um vinnutímabreytingar á hverjum starfsstað. Í því felst meðal annars að afla upplýsinga um og greina starfsemi starfsstaðarins. Í kjölfarið mótar hún umræðupunkta fyrir samráðsfundi með starfsfólki (umbótasamtalið), vinnur úr niðurstöðum funda, sendir fulltrúa hópsins á samráðsfund starfsstaða sem sinna sömu eða sambærilegri þjónustu og gerir að lokum tillögu(r) að breyttu skipulagi vinnutíma og skipulagi hléa.

Að minnsta kosti helmingur starfsmanna þarf að taka þátt og þarf meirihluti að samþykkja tillöguna eða meirihluti þeirra starfsmanna sem tillagan fjallar um ef tillögur eru fleiri en ein eftir hópum starfsfólks, deildum eða sviðum. Mögulega þarf að endurtaka atkvæðagreiðslu til að komast að niðurstöðu í þeim tilvikum þar sem tillögur eru fleiri en ein. Atkvæðagreiðsla getur verið framkvæmd á fundi eða rafrænt.

Í nefndinni eiga sæti fulltrúar vinnuveitenda og starfsmanna. Við val á fulltrúum starfsmanna er æskilegt að samningsaðilar (BSRB, ASÍ, BHM og FSL/FL) eigi sína fulltrúa eftir því sem við á. Miðað skal við að nefndirnar séu fámennar (um 5-6 aðilar).

Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna verði vel á veg komin fyrir 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

Náist samkomulag á stofnun um hámarks styttingu vinnutíma, þ.e. um 4 klst. á viku, verður gr. 3.1 um matar- og kaffitíma óvirk. Þetta þýðir ekki að starfsmenn fái ekki að taka sér hlé til að ná sér í kaffibolla eða borða hádegismat en ekki er um formlegt hlé í skilningi kjarasamnings að ræða. Þar sem starfsmenn þurfa afleysingu til að komast frá þarf vinnustaður/stofnun að tryggja skipuleg neysluhlé. Starfsmenn geta líka valið að hafa áfram forræði yfir hluta matar- og kaffitíma en þá verður stytting vinnutíma minni sem því nemur. Heimildarákvæði kjarasamninga um matartíma í hádegi 30 eða 60 mínútur kemur ekki til viðskipta í þessu samhengi, enda telst matartími í hádegi ekki til vinnutíma. Sé matartími tekinn lengist vinnudagurinn sem honum nemur.

Það þýðir að grein 3.1 um matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili í kjarasamningi verður óvirk. Starfsfólk á ekki lengur rétt á kaffitímum eins og áður og getur ekki ráðstafað honum að vild.

Jú, það verða hlé frá vinnu.  Þau verða þó ekki lengur á forræði starfsfólks til eigin ráðstöfunar og ekki á fyrir fram skilgreindum tíma eða lengd, heldur þegar færi gefst til.  Þá verður tímalengd hléa aðlöguð að betri vinnutíma.  Í tilvikum þar sem starfsfólk kemst ekki frá vinnu sinni nema með því að fá afleysingu þarf að innleiða fyrirkomulag sem gerir ráð fyrir því í vinnutímasamkomulaginu svo það fái hlé.

Ákvæði 3.4 um fæði og mötuneyti verða óbreytt sem þýðir að starfsfólk á eftir sem áður að hafa aðgang að matstofu eftir því sem við verður komið eða fá greidda fæðispeninga samkvæmt ákvæðum kjarasamnings.

Kveðið er á um skilyrði greiðslu fæðisfjár í gr. 3.4 í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Þó að tímalengd matarhléa sé aðlöguð að betri vinnutíma er ekki gert ráð fyrir því að greiðsla fæðisfjár falli niður, að öðrum skilyrðum ákvæðisins uppfylltum, þ.e. að vinnuskylda starfsmanns svari a.m.k. 50% starfshlutfalli og starfsmaður hafi vinnuskyldu á föstum vinnustað frá kl. 11:00-14:00 að frádregnu matarhléi eða eftir atvikum kl. 18:00-20:30.  Útfærsla styttingar/viðveru á einstaka vinnudögum getur því haft áhrif á greiðslu fæðisfjár þann daginn, sbr. framangreind skilyrði fyrir greiðslu, til að mynda ef um ítrustu styttingu er að ræða og útfærslan er vikulega frá kl. 12:00.

Vinnustaðir geta verið ólíkir og því gæti dagleg stytting vinnutíma hentað sumum stöðum á meðan vikuleg eða hálfs mánaðarleg stytting kæmi betur út á öðrum. Þá gæti niðurstaðan líka orðið sú að það fyrirkomulag sem þegar er í gildi henti best. Vinnutímastytting á ekki að vera skipulögð fyrir einstaklinga heldur fyrir vinnustaðinn í heild sinni.

Áður en ráðist er í það verkefni að stytta vinnutímann þarf að skoða vinnulag og verkferla og greina vel þau verkefni sem starfsmenn sinna. Mögulega þarf að breyta vinnufyrirkomulagi, auka t.d. rafræna þjónustu og taka upp tímastjórnun svo eitthvað sé nefnt, til að ná fram markmiði um gagnkvæman ávinning starfsmanna og stofnunar um styttingu vinnutíma.

Margir vinnustaðir bjóða nú þegar upp á mikinn sveigjanleika og starfsfólk getur þannig sinnt fjölskyldu- og einkaerindum á vinnutíma enda er það oft eini tími dags sem hægt er að sinna ákveðnum erindum. Ræða þarf sérstaklega hvernig fari með „skrepp“ og hvort hægt sé að útrýma þeim með öllu á vinnutíma enda geti starfsfólk sinnt þeim í frítíma eftir að vinnutíminn hefur verið styttur. Ef einhverjar undantekningar eiga að vera frá því þarf að tiltaka hverjar þær eru.

Eitt helsta markmiðið með betri vinnutíma er að auðvelda starfsfólki samþættingu vinnu og einkalífs. Aukin yfirvinna gengur í berhögg við það markmið. Laun starfsmanna eiga ekki að lækka við styttingu vinnutíma en að sama skapi er ein helsta forsenda styttingarinnar að hún verði ekki til þess að auka kostnað sveitarfélaga/stofnunar. Styttingin þarf að fela í sér gagnkvæman ávinning fyrir stofnanir og starfsfólk.

Já, þeir taka út styttingu í sama hlutfalli og starfshlutfall þeirra er. Starfsmaður sem er í 50% starfi og vinnur á vinnustað þar sem samþykkt hefur verið að stytta vinnutímann um 13 mínútur á dag, á rétt á 6,5 mínútna styttingu á dag.

Nei, starfsfólk á ekki rétt á því. Breyting á starfshlutfalli er alltaf háð samþykki vinnuveitanda enda verði því komið í starfsemi og skipulagi stofnunar.

Starfsfólki í hlutastarfi er engu að síður heimilt að óska eftir því við vinnuveitanda sinn að í stað styttingar vinnutíma, vinni það áfram jafn margar klukkustundir og áður og auki þannig starfshlutfall sitt. Rétt er að minna á að aukið starfshlutfall veldur kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið/stofnunina.

Nei. Um hlutfallslega styttingu er að ræða sem tekur mið af starfshlutfalli.

Stytting hvors/hvers starfs fyrir sig tekur mið af því vinnutímasamkomulagi sem gildir á viðkomandi vinnustað.

Nei. Hafi starfsfólk verið með styttri vinnuviku en sem nemur 40 stundum áður en núgildandi kjarasamningar tóku gildi, þá gengur sú stytting upp í þá styttingu sem umbótasamtal felur í sér. Þeir sem hafa verið með fasta frídaga sem ekki eru almennir frídagar (eins og dagar sem ekki er kennsla), þurfa að taka þær vinnustundir út með sinni styttingu eftir 1. janúar 2021. Það er því þannig að þeir klukkutímar eða dagar sem sumt starfsfólk skóla hefur fengið „frítt“ gengur upp í vinnutímastyttingu.

Já, að því gefnu að búið sé að greiða atkvæði um tillöguna, meirihluti starfsfólks og stjórnenda hafi samþykkt hana og sveitarstjórn/stjórn stofnunar staðfest tillöguna.

Sú tillaga sem fær flest atkvæði í atkvæðagreiðslu telst samþykkt og þarf meirihluti þeirra starfsmanna sem tillagan varðar að taka þátt. Þegar litlu munar gæti það stuðlað að sátt um niðurstöðuna að endurtaka kosningu milli tveggja efstu tillagnanna.

Nei, hér er það niðurstaða meirihlutans í atkvæðagreiðslu um tillögur vinnutímahóps sem ræður.

Með árangurslausu samtali er átt við að starfsstaður annað hvort felli tillögu(r) vinnutímahóps um breytt vinnufyrirkomulag eða að vinnutímahópur kemst ekki að niðurstöðu um breytingar á vinnufyrirkomulagi til að bera undir atkvæðagreiðslu.

Nei, vinnutímastytting á ekki að vera skipulögð fyrir einstaklinga heldur fyrir vinnustaðinn í heild sinni.

Tillögur vinnutímanefndar eru bornar undir atkvæði starfsfólks og stjórnenda í leynilegri atkvæðagreiðslu. Samþykkt tillaga er ígildi samkomulags þegar sveitarstjórn hefur staðfest hana. Það er því ekki gert samkomulag við hvern starfsmann, heldur við vinnustaði. Sjá skapalón í verkfærakistu fyrir vinnutímahóp og niðurstaða atkvæðagreiðslu.

Ekki er gert ráð fyrir því að starfsfólk sem er fjarverandi frá störfum taki þátt í umbótasamtali starfsstaða og atkvæðagreiðslu um styttingu vinnuvikunnar.

Starfsmenn geta ekki „frestað“ styttingu vinnutíma eða áunnið sér rétt til að taka hana út í annan tíma en vinnutímasamkomulag gerir ráð fyrir.

Hafa þarf hugfast að stytting vinnuvikunnar á ekki að vera til að auka eða minnka önnur réttindi. Þannig hefur hún ekki áhrif á ávinnslu annarra réttinda svo sem orlof eða veikindi.

Það skapast hvorki inneign né skuld vegna styttingar sem ekki er tekin samkvæmt vinnutímasamkomulagi.

Lágmarksorlof er 30 dagar (240 vinnuskyldustundir) og ávinnsla miðast ennþá við 40 tíma vinnuviku samkvæmt 4. kafla kjarasamninga.  Af því leiðir að miða þarf orlofstöku við 40 klst. vinnuviku, líkt og ekki sé um styttingu að ræða. Hið sama á við um þá sem taka orlof hluta úr degi. Ef starfsmaður er t.d. með styttingu vinnutíma um 4 klst. þann dag og tekur orlof allan daginn, þá reiknast samt sem áður 8 orlofsstundir í úttekt.

Starfsmenn geta ekki „frestað“ styttingu vinnutíma eða áunnið sér rétt til að taka hana út í annan tíma en vinnutímasamkomulag gerir ráð fyrir.

Hafa þarf hugfast að stytting vinnuvikunnar á ekki að vera til að auka eða minnka önnur réttindi. Þannig hefur hún ekki áhrif á ávinnslu annarra réttinda svo sem veikindi.

Það skapast hvorki inneign né skuld vegna styttingar sem ekki er tekin samkvæmt vinnutímasamkomulagi.

Styttingin nær ekki til tímavinnufólks eða fólks sem vinnur ákvæðisvinnu í ræstingum. Þetta starfsfólk er ráðið til að vinna ákveðið margar klukkustundir á viku en ekki í starfshlutfall sem hægt er að stytta.

Þau eru þegar á hærra tímakaupi en starfsfólk sem sinnir sömu störfum í starfshlutfalli og ekki var samið um neina breytingu á því.

Skoða þarf þennan hóp starfsfólks sem er með vinnufyrirkomulagið dagvinnufólk á vöktum sérstaklega í greiningarvinnunni við undirbúning innleiðingar á betri vinnutíma. Í grunninn eru dagvinnufólk á vöktum dagvinnufólk en niðurstaða greiningar á starfsemi kann að leiða til þess að þetta starfsfólk ætti fremur að vera skráð vaktavinnufólk.

Þau stéttarfélög sem hafa ekki gert sérstakt samkomulag um útfærslu vinnutíma (fylgiskjal 2) eru eftirfarandi: Félag grunnskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Skólastjórafélag Íslands.