Leiðbeiningar um starfsmannamál

Síðan er í vinnslu!!

Kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru að mestu leyti samræmdir  er varðar kaflaskipan og inntak þeirra. Ákvæði kjarasamninga sambandsins er lúta að réttindum starfsmanna eiga sér í mörgum tilvikum samsvörun í kjarasamningum ríkisins. Í eftirfarandi leiðbeiningum er því, þegar sama túklun á við, vísað beint í leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins með kjarasamningum ríkisins.

Spurt og svarað. Stjórnarráð Íslands.  Svör við algengum spurningum sem tengjast starfsmannamálum.

Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldskóla á grundvelli nýrra laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda.  Lögin gilda frá 1. janúar 2020.

Breytingar á störfum . Í flestum kjarasamningum sem Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að eru ákvæði um breytingar á störfum, sbr. t.d. gr. 11.1.4 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflotsins. Ákvæði þetta er að mörgu leyti áþekkt því sem gildir um ríkisstarfsmenn skv. 19. gr. starfsmannalaga.

Reglur Sambands íslendskra sveitarfélaga um stuðning við sveitarfélög til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála á sviði vinnuréttar.

Orlof . Athygli er vakin á því að samkvæmt kjarasamningum  Sambands íslenskra sveitarfélaga og flestra viðsemjenda þess kemur ekki til lengingar orlofs sem er tekið utan sumarorlofstímabils nema sú tilhögun sé að ósk vinnuveitanda.