Leiðbeiningar um starfsmannamál

Kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru að mestu leyti samræmdir  er varðar kaflaskipan og inntak þeirra. Ákvæði kjarasamninga sambandsins er lúta að réttindum starfsmanna eiga sér í mörgum tilvikum samsvörun í kjarasamningum ríkisins. Í eftirfarandi leiðbeiningum er því, þegar sama túklun á við, vísað beint í leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins með kjarasamningum ríkisins.

Spurt og svarað. Stjórnarráð Íslands.  Svör við algengum spurningum sem tengjast starfsmannamálum.

Breytingar á störfum . Í flestum kjarasamningum sem Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að eru ákvæði um breytingar á störfum, sbr. t.d. gr. 11.1.4 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflotsins. Ákvæði þetta er að mörgu leyti áþekkt því sem gildir um ríkisstarfsmenn skv. 19. gr. starfsmannalaga.

Leiðbeiningar um breytingu á störfum og verksviði

Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldskóla á grundvelli nýrra laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda.  Lögin gilda frá 1. janúar 2020.

Orlof.  Athygli er vakin á því að samkvæmt kjarasamningum  Sambands íslenskra sveitarfélaga og flestra viðsemjenda þess kemur ekki til lengingar orlofs sem er tekið utan sumarorlofstímabils nema sú tilhögun sé að ósk vinnuveitanda.