Endurmenntunarsjóður grunnskóla

Endurmenntunarsjóður grunnskóla starfar í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga nr. 91/2008. Sjóðurinn starfar sem sjálfstæð deild undir stjórn Námsleyfasjóðs.

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). Framlagi til Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er úthlutað samkvæmt reglum sjóðsins til þeirra sem hyggjast standa fyrir endurmenntun félagsmanna FG og SÍ, þar á meðal grunnskóla, skólaskrifstofa, sveitarfélaga, háskóla, símenntunarstofnana, félaga, fyrirtækja og annarra sem bjóða endurmenntun fyrir félagsmenn FG og SÍ.

Styrkir eru eingöngu greiddir vegna launakostnaðar leiðbeinenda. Annar kostnaður er ekki greiddur.

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2022. Alls bárust umsóknir um styrki til 208 verkefna frá 83 umsækjendum upp á tæplega 145 milljón króna. Ákveðið var að veita öllum verkefnum styrki og nam heildarfjárhæð styrkloforða tæplega 60 milljónum króna. Tölvupóstur með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.

Yfirlit úthlutunar 2022

 

 

Vefgátt Sambands íslenskra sveitarfélaga.