Málefni leigumarkaðar

Sveitarfélögin hafa margvíslega aðkomu að leigumarkaði með íbúðarhúsnæði. Veigamest er lögbundið hlutverk sveitarfélaga sem snýr að félagslegum leiguíbúðum fyrir tiltekna hópa. Uppbygging og rekstur annars íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga er einnig meðal verkefna sveitarfélaga auk þess sem sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því hvernig m.a. markaður fyrir AirB'nB íbúðir þróast. Þá eiga sveitarfélög í miklu samstarfi við leigufélög sem sinna uppbyggingu m.a. fyrir námsmenn, eldri borgara og fleiri hópa.