Húsnæðismál

Eitt helsta verkefni sambandsins á næstu árum verður að vinna að framgangi rammasamnings um aukið framboð á húsnæði. Tilgangur rammasamningsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins til skemmri og lengri tíma og stuðla að auknum stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði á næstu tíu árum. 

Um húsnæðismál almennt er vísað til umfjöllunar á heimasíðu innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Þegar rætt er um opinberan húsnæðisstuðning er einkum átt við eftirfarandi fimm þætti: 

  1. Stofnframlög ríkis og sveitarfélaga 
  1. Húsnæðisbætur ríkisins 
  1. Sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga 
  1. Úthlutun á húsnæðisúrræðum 
  1. Ráðgjöf 

Með samkomulagi sem gert var á árinu 2016 og tók gildi 1. janúar 2017 hafa húsnæðisbætur (greiddar af ríkinu) og sérstakur (viðbótar)-húsnæðisstuðningur sveitarfélaga leyst af hólmi húsaleigubætur sem sveitarfélög sáu áður um að greiða.  

Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga ætlað að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum: 

  1. lágra tekna / lítilla eigna, 
  1. þungrar framfærslubyrði og 
  1. félagslegra aðstæðna. 

Hér er einkum vísað til þeirra sem eru með hæst hlutfall á milli húsnæðiskostnaðar og ráðstöfunartekna. Almennt gildir að húsnæðisbótum og sérstökum viðbótarhúsnæðisstuðningi er ætlað að stuðla að því að húsnæðiskostnaður skjólstæðinga félagsþjónustunnar sé í samræmi við greiðslugetu viðkomandi einstaklinga/fjölskyldna og að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna, eins og segir í markmiðsgrein laga um almennar íbúðir.  Sækja þarf um stuðninginn hjá velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna.