Sveitarstjórnarvettvangurinn fundaði í tuttugasta og fyrsta sinn 19. júní 2020. Á fundinum, sem fór fram með fjarfundabúnaði, var fjallað um áhrif COVID-19 faraldursins á samstarf EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins og hversu vel EES samningurinn virkar við þær fordæmalausu aðstæður sem skapast hafa. Einnig var fjallað um helstu mál sem eru á döfinni hjá Evrópusambandinu og varða sveitarstjórnarstigið.
Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA
Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA fjallar um málefni sem varða Evrópusambandið og EES-samninginn. Í honum eiga sæti sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Íslandi og Noregi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
Fulltrúar Íslands á fundinum
Eggert Kjartansson | formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi |
Rakel Óskarsdóttir | stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tilnefnd af sambandinu og formaður vettvangsins |
Rósa Guðbjartsdóttir | formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu |
Hafdís Gunnarsdóttir | formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga |
Þorleifur Karl Eggertsson | formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra |
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir | stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tilnefnd af Reykjavíkurborg |