Uppbyggingarsjóður EES

Markmið Uppbyggingarsjóðs EES er að draga úr félags- og efnahagslegu misræmi innan evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EES-EFTA ríkjanna og viðtökuríkjanna fimmtán:

BúlgaríaEistlandGrikklandKróatíaKýpurLettlandLitháenMalta
PortúgalPóllandRúmeníaSlóvakíaSlóveníaTékkland og Ungverjaland.

Með þátttöku Íslands í Uppbyggingarsjóðnum er lögð áhersla á að skapa tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs við aðila í viðtökuríkjunum.

Samningur um nýtt starfstímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014-2021, með framkvæmdatíma til 2024, var undirritaður 3. maí 2016. Samningurinn kveður á um að heildarframlag EES-EFTA ríkjanna fyrir tímabilið skuli nema 1.6 milljörðum evra.

Viðtökuríkin gera sjálf tillögur um hvaða málaflokkum þau vilja starfa að í samstarfi við EES-EFTA-ríkin, en áherslusvið sjóðsins eru eftirfarandi:

  1. Nýsköpun, rannsóknir, menntun og samkeppnishæfni
  2. Félagsleg samheldni, vinnumál ungs fólks og minnkun fátæktar
  3. Umhverfi, orka og loftslagsmál
  4. Menning, borgaralegt samfélag, góðir stjórnarhættir, grunnréttindi og frelsi
  5. Réttlæti og innanríkismál

Innan þessara áherslusviða er síðan að finna 23 styrkjaáætlanir. Ein þessara áætlana fellur með beinum hætti undir verksvið sveitarfélaga: Svæðisbundin þróun og aðgerðir til að minnka fátækt. Nánar er fjallað um áætlunina hér að neðan.

Þessu til viðbótar má nefna styrkjaáætlanir á sviði NýsköpunarMenntunar og menningarOrku- og umhverfismálaSamfélagslegra umbóta og Málefni flóttamanna. Allt eru þetta áætlanir sem falla að stórum hluta undir verksvið sveitarfélaga. Því er einnig vert að kanna mögulega þátttöku íslenskra sveitarfélaga í verkefnum sem falla undir þessar áætlanir.

Áætluninni er ætlað að styrkja verkefni á vegum sveitarfélaga og svæða sem glíma við félags- og efnahagslegar áskoranir, s.s. fátækt, félagslega einangrun, atvinnuleysi, skort á atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og samfélagslegum endurbótum.

Þau ríki sem munu veita styrki í gegnum þessa áætlun eru eftirfarandi:

 Búlgaría Áætlunin í Búlgaríu er samtals 35 milljónir evra og henni er ætlað að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Félags- og efnahagsleg framþróun
  • Aukin atvinnuþátttaka
  • Aðgangur að félagslegum úrræðum
  • Menntun og félagslegt kerfi fyrir ung börn
  • Þátttaka barna og ungmenna í ákvörðunartöku í tengslum við nærumhverfi þeirra
  • Þátttaka Rómafólks í ákvörðunartöku í tengslum við nærumhverfi þeirra
  • Aðgerðir gegn mismunun viðkvæmra hópa, þ.á.m. Rómafólks

Samband norskra sveitarfélaga tekur þátt í þróun of framkvæmd þessarar áætlunar, auk þess sem séstakur sjóður hefur verið settur upp til þess að stuðla að samstarfi sveitarfélaga í Búlgaríu og EES-EFTA ríkjunum.

Áætluninni var hleypt af stokkunum síðla árs 2018.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

Eistland: Áætlunin í Eistlandi er samtals 10,6 milljónir evra og henni er ætlað að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Félags- og efnahagsleg framþróun
  • Jafnvægi á milli vinnu og einkalífs
  • Þátttaka ungmenna á atvinnumarkaði
  • Heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi
  • Heilbrigðismál, lýðheilsa
  • Menningartengd starfsemi

Tvær norskar heilbrigðisstofnanir, HDIR og FHI taka þátt í þróun of framkvæmd þessarar áætlunar, auk þess sem norsk stofnun á sviði menningarminja, RA, mun einnig aðstoða við framkvæmd áætlunarinnar.

Áætluninni verður hleypt af stokkunum á miðju ári 2019.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

 Króatía: Áætlunin í Króatíu er samtals 25 milljónir evra og henni er ætlað að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Félags- og efnahagsleg framþróun
  • Aðgerðir gegn mismunun viðkvæmra hópa
  • Aukin atvinnuþátttaka, þ.á.m. viðkvæmra hópa
  • Aukin starfshæfni starfsmanna og bætt þjónusta á sveitarstjórnarstigi
  • Aukið gegnsæi og bætt fjármálastjórn í starfsemi sveitarfélaga

Þá verður lögð sérstök áhersla á úrbætur í tengslum við menntun grunnskólabarna og allt að 60% áætlunarinnar má nýta í innviðauppbyggingu.

Norsk stofnun sem starfar að alþjóðlegu samstarfi á sviði menntunar – DIKU tekur þátt í þróun of framkvæmd þessarar áætlunar, auk þess sem séstakur sjóður hefur verið settur upp til þess að stuðla að samstarfi sveitarfélaga í Króatíu og EES-EFTA ríkjunum.

Áætluninni verður hleypt af stokkunum um mitt ár 2019.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

 Lettland: Áætlunin í Lettlandi er samtals 10 milljónir evra og henni er ætlað að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Félags- og efnahagsleg framþróun
  • Aukin atvinnusköpun
  • Aukin samvinna sveitarfélaga
  • Aukin starfshæfni starfsmanna og bætt þjónusta á sveitarstjórnarstigi
  • Aukið gegnsæi og bætt fjármálastjórn í starfsemi sveitarfélaga
  • Aukið samstarf við stjórnvöld og frjáls félagasamtök
  • Menningartengd starfsemi
  • Upplýsingamiðlun og fræðsla í tengslum við menningartengda starfsemi
  • Alþjóðleg samvinna og þekkingarskipti í tengslum við menningartengda starfsemi

Samband norskra sveitarfélaga tekur þátt í þróun of framkvæmd þessarar áætlunar, auk þess sem séstakur sjóður hefur verið settur upp til þess að stuðla að samstarfi sveitarfélaga í Lettlandi og EES-EFTA ríkjunum.

Áætluninni verður hleypt af stokkunum um mitt ár 2019.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

 Malta: Á Möltu verður settur upp s.k. „Small grant scheme“ sem er ætlað að styrkja lítil verkefni á bilinu 25-100 þúsund evrur. Heildarupphæð sjóðsins er 1 milljón evra. Verkefnum er ætlað að bæta lífsgæði innan samfélaga í borgum og bæjum þar sem lífskjör eru bág.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

Póland: Áætlunin í Pólandi er samtals 50 milljónir evra og henni er ætlað að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Félags- og efnahagsleg framþróun
  • Aukin atvinnuþátttaka og þá sér í lagi viðkvæmra hópa
  • Aðgangur að félagslegum úrræðum
  • Aðgerðir gegn mismunun viðkvæmra hópa
  • Aukin samvinna sveitarfélaga
  • Aukin starfshæfni starfsmanna og bætt þjónusta á sveitarstjórnarstigi
  • Aukið gegnsæi og bætt fjármálastjórn í starfsemi sveitarfélaga
  • Aukið samstarf við stjórnvöld og frjáls félagasamtök

Samband norskra sveitarfélaga tekur þátt í þróun of framkvæmd þessarar áætlunar, auk þess sem séstakur sjóður hefur verið settur upp til þess að stuðla að samstarfi sveitarfélaga í Pólandi og EES-EFTA ríkjunum.

Áætluninni var hleypt af stokkunum 25. apríl 2019.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

Rúmenía: Áætlunin í Rúmeníu er samtals 25 milljónir evra og þar af eru 15 milljónir evra eyrnamerktar verkefnum tengdum Rómafólki. Áætluninni er ætlað að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • Menntun barna og brottfall úr skóla
  • Húsnæði og aðstæður til menntunar barna
  • Aðgangur að félags- og heilbrigðiskerfi
  • Aðgerðir gegn mismunun viðkvæmra hópa, þ.á.m. Rómafólks
  • Aukin atvinnuþátttaka viðkvæmra hópa, þ.á.m. Rómafólks

Samband norskra sveitarfélaga tekur þátt í þróun of framkvæmd þessarar áætlunar, auk þess sem séstakur sjóður hefur verið settur upp til þess að stuðla að samstarfi sveitarfélaga í Rúmeníu og EES-EFTA ríkjunum. Þá mun Evrópuráðið einnig aðstoða við framkvæmd áætlunarinnar.

Áætluninni verður hleypt af stokkunum á miðju ári 2019.

Nánari upplýsingar um áætlunina.

Á komandi tímabili verður aukin áhersla lögð á tvíhliða verkefni milli viðkomandi ríkja og hvers og eins EES-EFTA-ríkis og verður um 2% af framlagi til sérhvers ríkis varið til slíkra verkefna. Með þessari nýbreytni munu skapast einstök tækifæri til þess að efla samskipti Íslands og einstakra ríkja. Upplýsingar varðandi tvíhliða samstarf sjóðsins.

Til þess að tryggja sem best aðstoð við stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki á Íslandi, sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum á vegum sjóðsins, munu Rannís og Orkustofnun halda áfram hlutverki sínu sem samstarfsaðilar stjórnvalda á Íslandi og í viðtökuríkjunum. Mannréttindaskrifstofa Íslands mun einnig aðstoða vegna samstarfs við frjáls félagasamtök.

Samband íslenskra sveitarfélaga mun einnig leitast við að aðstoða íslensk sveitarfélög sem hafa áhuga á þátttöku í verkefnum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Frekari upplýsingar veitir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel í síma 515 4902.

Fyrir hverja? Stofnanir, háskóla, fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök, stúdenta og kennara o.fl.
Til hvers? Styrkja verkefni í viðtakaríkjunum í fjölbreyttum málaflokkum, s.s. Nýsköpun, menntun og samkeppnishæfni; Félagsleg samheldni, vinnumál ungs fólks og minnkun fátæktar; Umhverfi, orka og loftslagsmál; Menning, borgaralegt samfélag og góðir stjórnarhættir.
Umsóknarfrestur? Margir umsóknarfrestir á ári.
Hvert er markmiðið? Uppbyggingasjóður EES var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2014 – 2021 er 1,6 milljarður evra.
Hverjir geta sótt um? Hvert viðtökuríki setur fram og rekur sína styrkjaáætlun. Það þýðir að formlega verða stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki í þessum löndum að vera í forsvari fyrir umsókn um styrk til stjórnvalda í sínu landi. Tekið skal fram að kostnaður stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja frá Íslandi er greiddur í samræmi við þátt þeirra í verkefnunum og verðlag, laun, osfrv. á Íslandi.
Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð EES má nálgast á vef skrifstofu sjóðsins í Brussel (Financial Mechanism Office) þar sem einnig er hægt að fylgjast með auglýsingum eftir umsóknum um þátttöku í verkefnum.