Á vegum Evrópusambandsins eru reknar umfangsmikilar samstarfsáætlanir sem miða að því að auka félagslegan og efnahagslegan jöfnuð innan aðildarlandanna og styðja við áframhaldandi þróun og hagvöxt. Samstarfsáætlanirnar ganga jafnan út á að styrkja opinber samtök, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga í mismunandi löndum til að eiga í nánum samskiptum á fjölbreyttum sviðum.
Íslendingar hafa í gegnum EES samninginn öðlast aðgang að mörgum þessara samstarfsáætlana. Íslensk sveitarfélög búa yfir þekkingu og reynslu á mörgum af styrkjasviðunum.
Hér að neðan er að finna upplýsingar um þær áætlanir sem Ísland tekur þátt í og gætu nýst sveitarfélögunum í landinu, undirstofnunum þeirra og íbúum. Á síðunum er einnig að finna upplýsingar um innlenda umsjónaraðila og tengla á upplýsingasíður ESB um áætlanirnar.