Útlán Lánasjóðs sveitarfélaga aukast

Aukning varð á útlánum Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrri hluta ársins í tengslum við uppgjör sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum. Heildarútlán jukust á tímabilinu um 17,6 milljarða eða um 24%.

LsAukning varð á útlánum Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrri hluta ársins í tengslum við uppgjör sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum. Jukust heildarútlán á tímabilinu um 17,6 milljarða eða sem nemur 24%.

Í tilkynningu lánasjóðsins vegna árshlutareiknings 2018 (6 mán.) kemur m.a. fram að heildareignir þann 30. júní sl. námu 96.906 m.kr. samanborið við 85.707 m.kr. í árslok 2017. Á síðustu 12 mánuðum nam útlánaaukningin 22 milljörðum eða 32%. Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu voru á fyrri hluta ársins 13,4 ma.kr. og 23,4 ma.kr. á síðustu 12 mánuðum.

Eigið fé nam 17.364 m.kr. á móti 17.459 m.kr. í árslok 2017. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 81% en var 97% í árslok 2017 og má helst rekja lækkunina til aukinnar útlánaáhættu.

Hagnaður tímabilsins nam 310 milljónum króna samanborið við 432 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Breytingin á milli ára skýrist af lægri hreinum vaxtatekjum og neikvæðum gjaldeyrismun. 

Þá sér lánasjóðurinn fram á, að útlán á yfirstandandi ári verði meiri en síðustu ár, annars vegar vegna lánveitinga á fyrri hluta ársins og hins vegar vegna aukinnar eftirspurnar eftir útlánum sem vænst er á síðari helmingi ársins. Gert er ráð fyrir að verðbréfaútgáfa muni að miklu leyti aukast í takt við útlánavöxt, sbr. uppfærða útgáfuáætlun sem birt er á vef lánasjóðsins.