Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025

Í nóvember lauk úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025. Alls bárust Námsleyfasjóði 163 fullgildar umsóknir.

Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 48 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 29% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna. Tilkynning um niðurstöðu stjórnar Námsleyfasjóðs hefur verið send öllum umsækjendum rafrænt í gegnum „mínar síður“ á www.island.is

Námsleyfum var skipt á milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda eftir landshlutum. Nöfn námsleyfishafa hafa verið birt á vefsíðu Námsleyfasjóðs , sbr. 15. gr. reglna um Námsleyfasjóð.