Útboð á slökkviliðsbílum

Á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum.

Markmiðið við gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins er að það endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu.

Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk.

Vakin er athygli á því að þótt sveitarfélög fari sameiginlega í útboð á slökkviliðsbílum þá er hægt að stilla útboðinu upp á þann hátt að útfærsla á slökkviliðsbílum er mismunandi sem og afhending og greiðsla. Þannig er hægt að fara í sameiginlegt útboð þrátt fyrir að útfærsla bifreiðarinnar, afhending og greiðsla sé í samræmi við óskir hvers og eins sveitarfélags.

Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki.