Umsóknir vegna framkvæmda á ferðamannastöðum á árinu 2023

Umsóknarfrestur um styrki vegna framkvæmda á árinu 2023 er frá og með 24. ágúst 2022 til kl. 13 miðvikudaginn 5. október. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.

Um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða gilda lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nr. 75/2011 og reglugerð nr. 782/2017 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér efni þeirra. 

Auglýsing Ferðamálastofu.

Á www.island.is eru tvö umsóknareyðublöð. Umsækjandi er beðinn um að velja annaðhvort eyðublað I eða II eftir eðli verkefnisins, eins og sjá má hér:

I - Þjónusta/aðstaða á ferðamannastað eða ferðamannaleið:

Um er að ræða:

  • Verkefni á stað, sem ekki er nú þegar skilgreindur sem ferðamannastaður en viðkomandi hefur áhuga að gera hann að slíkum - ný uppbygging.
  • Nýja þjónustu eða aðstöðu á þegar skilgreindum ferðamannastað. Framkvæmdin mun auka afköst staðarins/svæðisins og/eða tengist öryggi eða náttúruvernd.

II - Úrbætur vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið:

Um er að ræða:

  • Verkefni þar sem verið er að bæta eða lagfæra núverandi aðstöðu á ferðamannastað sem tengist öryggi eða náttúruvernd.
  • Aukin afköst við móttöku ferðamanna en þjónustustig er ekki hækkað. Ef um skipulags- og/eða byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða, þá þarf að velja I – (Ný) þjónusta/aðstaða á ferðamannastað / ferðamannaleið.

Við mat á umsóknum er litið til forsendna og eðlis verkefna. Umsóknir eru metnar og þeim gefnar einkunnir á grundvelli gæðaviðmiða sem stjórn sjóðsins setur sér. Uppfylli umsókn ekki lögbundin skilyrði telst hún ekki styrkhæf og fellur hún þá ekki undir mat stjórnar. Umsækjendur eru hvattir til kynna sér gæðamatsblað sjóðsins

Athugið að umsóknirnar virka ekki í vafranum Internet Explorer.  

Þegar sótt er um skal gera grein fyrir meðal annars:

  • Hver sækir og hver ber ábyrgð á framkvæmdinni. 
  • Hvert verkefnið er með hnitmiðari lýsingu.
  • Kostnaði við verkefnið og hvernig hann skiptist.
  • Upplýsingar tengdar gæðamati. 

Nauðsynleg fylgiskjöl með umsóknareyðublaði:

  • Myndir/kort af umræddum ferðamannastað/leið.
  • Myndir vegna náttúruverndar.
  • Myndir vegna öryggis.
  • Kostnaðaráætlun (í excel formati) þar sem gerð er grein fyrir mótframlagi, áætluðum heildarkostnaði við framkvæmdina og umbeðinni styrkupphæð.  
  • Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra leyfisskyldra framkvæmda þá verður samþykkt deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
  • Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja skrifleg umsögn sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
    -Sjá eyðublað hér (útfyllanlegt PDF)
  • Skriflegt samþykki allra landeigenda/fulltrúa landeigenda og/eða umsjónaraðila staða og/eða svæða. 
    -Sjá eyðublað hér (útfyllanlegt PDF)

Umsóknarfrestur: