Sveitarfélag ársins – könnun

Könnun um sveitarfélag ársins stendur nú fyrir dyrum. Er þetta í annað sinn sem könnun sem þessi er framkvæmd en árið 2022 hlaut Grímsnes- og Grafningshreppur viðurkenninguna.

Tilgangurinn með könnuninni, sem send verður til sveitarfélaga í apríl, er einmitt að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er markmiðið að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki.

Nánar um könnunina og frétt um sveitarfélag ársins 2022.

Ávinningur sveitarfélaga

Alls fá um 60 sveitarfélög boð um þátttöku í könnuninni 2023 sem verður send til starfsfólks í apríl. Þau sveitarfélög sem taka þátt fyrir allt starfsfólk og ná a.m.k. 35% svarhlutfalli fá aðgang að niðurstöðum í rafrænu kerfi (Gallup Torg) þar sem hægt er að sjá niðurstöður allra þátta og allra spurninga að baki þáttunum. Einnig mun sveitarfélagið geta séð niðurstöður fyrir einstaka vinnustaði, t.d. hvern skóla ef 10 eða fleiri svör berast frá skólanum. Aldrei eru því sýndar niðurstöður fyrir færri en 10 svör í einu. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög tekið ákvörðun um þátttöku.

Kynningar, stuðningur og aðstoð

Gallup er framkvæmdaraðili könnunarinnar og hefur jafnt og býður sveitarfélögum ýmiskonar stuðning, ef þörf er á, t.d. kynningar, vinnustofur og ráðgjöf. Innifalið í þátttöku er kynning á því hvernig sveitarfélagið getur nýtt niðurstöðurnar sem best. Þrautreynt starfsfólk Gallup leiðir þig í gegnum niðurstöðurnar. Frekari upplýsingar um könnunina veitir Tómas Bjarnason hjá Gallup (tomas.bjarnason@gallup.is) og viðkomandi stéttarfélag.

Rit Sveitarfélags ársins

Heimasíða: https://www.sveitarfelagarsins.is/

Facebook: https://www.facebook.com/sveitarfelagarsins