Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman upplýsingar um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á fyrri hluta 2019 og borið hana saman við sömu mánuði í fyrra. Um er að ræða greidda staðgreiðslu útsvars frá febrúar til júní. Staðgreiðsla sem greidd er í janúar er að mestum hluta lagt á launagreiðslur ársins á undan og þess vegna er sá mánuður ekki tekinn með.
Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman upplýsingar um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á fyrri hluta 2019 og borið hana saman við sömu mánuði í fyrra. Um er að ræða greidda staðgreiðslu útsvars frá febrúar til júní. Staðgreiðsla sem greidd er í janúar er að mestum hluta lagt á launagreiðslur ársins á undan og þess vegna er sá mánuður ekki tekinn með.
Staðgreiðslan hækkaði á öllu landinu um 6,1%. Af einstökum landshlutum hækkaði staðgreiðslan mest á Norðurlandi vestra eða um 7,6%. Minnst var hins vegar hækkunin á Austurlandi um 2,3%. Í öðrum landshlutum hækkaði staðgreiðslan á bilinu rúmlega 4% til tæplega 7%. Miklar sveiflur til beggja handa má sjá í einstökum sveitarfélögum, þar sem staðbundinna áhrifa gætir. Fyrst og fremst er um að ræða sveitarfélög þar sem sjávarútvegur er mikilvægur. Loðnubrestur á þessu ári hefur greinileg áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaga á Austfjörðum og Vestmannaeyjum.
Í skjalinu hér að neðan má sjá tekjur af staðgreiðslu hjá hverju og einu sveitarfélagi þá fimm mánuði um ræðir annars vegar árið 2019 og hins vegar 2018.