Skert framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti nýlega, gerir ráð fyrir að framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækki ekki tímabundið árin 2020 og 2021 heldur haldist óbreytt frá árinu 2019, 20,7 ma.kr. bæði árin. Tekið er fram að ekki hafi náðst niðurstaða við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna þessarar aðgerðar, sem hafi í för með sér að tekjur jöfnunarsjóðs skerðist í heild um rösklega 3 ma.kr.

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024, sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýlega, gerir ráð fyrir að framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækki ekki tímabundið árin 2020 og 2021, heldur haldist óbreytt frá árinu 2019, 20,7 ma.kr. bæði árin.

Tekið er fram að ekki hafi náðst niðurstaða við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna þessarar aðgerðar, sem hafi í för með sér að tekjur jöfnunarsjóðs skerðist í heild um rösklega 3 ma.kr.

Áætlar ráðuneytið að skerðingarnar svari til um 1 ma.kr. lækkunar tekna sveitarfélaga árið 2020 (0,3% af heildartekjum) og um 2 ma.kr. árið 2021 (0,5%), sem er svipuð niðurstaða og sambandið komst að eftir að ráðuneytið kynnti formanni og framkvæmdastjóra þessa fyrirætlan þann 12. mars sl.

Ljóst er að umrædd aðgerð kemur með nokkuð misjöfnum hætti niður á einstök sveitarfélög. Með hliðsjón af uppbyggingu sjóðsins má jafnframt gera ráð fyrir að dreifbýl sveitarfélög verði fyrir hve mestri skerðingu. Einstök sveitarfélög á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra tapa mestum tekjum á hvern íbúa, en ef litið er til einstakra landshluta verður tekjutap mest á Norðurland eystra og Suðurlandi, eins og taflan hér að neðan sýnir.   

Tekjutap-eftir-landshlutum

Fjallað var á stjórnarfundi sambandsins þann 15. mars sl. um þessar fyrirhuguðu aðgerðir ríkisins. Voru harðorð mótmæli bókuð vegna skerðinga sem sambandið taldi nema 3,3 ma.kr. og þess krafist að ríkisstjórnin dragi þessar aðgerðir til baka. Hafa sveitarstjórnir víða um land með sama hætti sent frá sér skýr skilaboð og mótmælt kröftuglega fyrirhugaðri tekjuskerðingu.