Samtaka um hringrásarhagkerfi

Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru framundan.

Þessar breytingar voru innleiddar í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Það er því skammur tími til stefnu og því brýnt að bretta upp ermarnar og hefjast handa.

,,Samtaka um hringrásarhagkerfið“ er verkefni sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefnið skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfið hérlendis. Þessir verkefnahlutar eru taldir upp hér að neðan en útbúin hefur verið vefsíða um allt verkefnið hér.

Hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til og með 11. mars hér að neðan:

1.            Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku

2.            Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga

3.            Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað

Sambandið efnir til upphafsfundar allra verkefnanna á Teams þann 16. mars nk. kl. 10:00-12:00. Á fundinn verða boðaðir tengiliðir allra sveitarfélaganna sem skrá sig til þátttöku í einu eða fleiri af ofangreindum verkefnahlutum. Á fundinum mun ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála flytja ávarp, farið verður yfir helstu breytingar sem framundan eru í úrgangsstjórnun sveitarfélaga og þau stuðningsverkefni sem sveitarfélögum býðst. Umræður verða í lok fundarins. Frekari upplýsingar um fundinn verða sendar út síðar.

Frekari upplýsingar um verkefnið ,,Samtaka um hringrásarhagkerfi“ veita: