Samtaka um hringrásarhagkerfi

Stöðvar fyrir móttöku úrgangs má finna víða um land.

Stóra breytingin 1. janúar 2023

Sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar á alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Sveitarfélög hafa tekið þátt í þremur verkefninum sem falla undir Samtaka um hringrásarhagkerfi, til að tileinka sér þessar breytingar.

Hringrásarhagkerfi - niðurstöður könnunar