Á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að sameiginlegu útboði á vátryggingum.
Með þátttöku í sameiginlegum innkaupum nýtist innkaupamáttur sveitarfélaganna hvað best sem skilað getur talsverðu hagræði.
Vakin er athygli á því að þótt sveitarfélög fari í sameiginlegt útboð á tryggingum þá er hægt að stilla útboðinu þannig upp að það mæti misjöfnum þörfum sveitarfélaganna, t.d. hvað varðar tegundir trygginga, iðgjaldatímabil, greiðslur o.fl.
Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um verkefnið en einnig er hægt að skrá sig á rafrænan kynningarfund þann 1. mars nk. kl. 10 þar sem fulltrúar Ríkiskaupa munu kynna verkefnið og svara spurningum.