Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé nú fallin úr gildi og að bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsnefndin hefur sent Reykjanesbæ.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé nú fallin úr gildi og að bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsnefndin hefur sent Reykjanesbæ.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er mjög ánægður með þessa niðurstöðu enda er bærinn nú laus undan eftirliti nefndarinnar tveimur árum á undan áætlun.
Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014.
Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ segir að bæjarstjórn muni nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarins þar sem mörg stór verkefni eru á teikniborðinu. Það er því bjartara fram undan fyrir íbúa Reykjanesbæjar og færir bæjarstjórn íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.
Reykjanesbær í snjóalögum. Ljósmynd af vef Reykjanesbæjar, ljósmyndari: Garðar Ólafsson