Rafrænt Skólaþing sveitarfélaga 2022

Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja skólaþingið alfarið yfir á netið og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.

Eins og kunnugt er þurfti að fresta Skólaþingi sveitarfélaga sem halda átti í nóvember 2021. Á nýju ári var tekin ákvörðun um að hafa Skólaþingið alfarið rafrænt að þessu sinni og skipta dagskránni upp á fimm mánudaga í febrúar og mars.

  • 21. febrúar frá 8:30-12:00 skv. upphaflegri dagskrá
  • 28. febrúar frá 8:30-12:00 skv. upphaflegri dagskrá ásamt málstofu A: Skólaþjónusta í nútíð og framtíð
  • 7. mars: kl. 9:00-10:30 málstofa B: Fjármögnun til framtíðar
  • 14. mars: kl. 9:00-10:30 málstofa C: Framtíðarskólinn
  • 21. mars: kl. 9:00-10:30 málstofa D: Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar

Hér er tengill inn á dagskránna

Vonum að þessar tilfæringar komi sér ekki illa við skráða þátttakendur og aðra sem áhuga hafa á fræðslumálum og að sem flestir hafi tök á að taka þátt í þeim dagskrárliðum skólaþingsins.

Tenglar á útsendingar dagana á 21. og 28. febrúar og 7., 14. og 21. mars verða birtir á vefsíðu sambandsins þegar nær dregur.