Málstefna sveitarfélaga

Í 130. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er ákvæði um að sveitarfélög skuli setja sér málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál.

Í málstefnunni skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu einnig settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins.

Í lögunum segir enn fremur að í málstefnunni skuli koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal í málstefnunni setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.

Íslensk málnefnd hefur tekið saman leiðbeiningar um mótun málstefnu sem er aðgengileg á vef nefndarinnar en að auki hefur Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman fyrirmynd að málstefnu sveitarfélags. Fyrirmyndin byggir m.a. á málstefnu Reykjavíkurborgar.

Fyrirmynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að málstefnu sveitarfélaga

Nánar um íslenska málstefnu á vef íslenskunnar.

Íslensk málstefna 2021-2030.