Lóðarleigusamningar – Tillaga að heildarlöggjöf

Út er komin skýrsla um gerð lóðarleigusamninga. Skýrsluna unnu þeir Víðir Smári Petersen og Karl Axelsson, dósentar við lagadeild HÍ, en tilgangur skýrslunnar er að greina lagaumhverfi lóðarleigusamninga og gera tillögur að því hvernig megi standa að gerð frumvarps til laga um slíka samninga.

Verkefnið fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og vann Bjarni Rósar Gunnlaugsson laganemi, grunnrannsóknir á efninu, ásamt því að Samband íslenskra sveitarfélaga studdi við gerð skýrslunnar.

Lóðarleigusamningar eru þýðingarmikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög, almenning og fasteignakaupendur. Því er mikill akkur í því fyrir sveitarfélög sem og almenning að hafa aðgang að jafn greinargóðri samantekt um efnið. Sambandið hvetur áhugasama til að kynna sér efnið og taka þátt í umræðu um hugsanlega lagasetningu um gerð lóðarleigusamninga.