Ítarlegar upplýsingar um stærsta tekjustofn sveitarfélaga

Hagstofan hefur unnið margvíslegar upplýsingar um staðgreiðsluskyldar tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum. Ná gögnin frá janúar 2008 til október 2020. Mun Hagstofa framvegis birta þessar upplýsingar mánaðarlega. Markmiðið að veita tímanlegar upplýsingar um þróun staðgreiðsluskyldra tekna einstaklinga.

Talnaefnið skiptist í tvennt.

  • Í fyrsta lagi:  upplýsingar um staðgreiðsluskyldar launatekjur (launasumma), eftir  atvinnugreinum og sveitarfélögum ásamt fjölda launafólks og launagreiðenda.
  • Í öðru lagi:  staðgreiðsluskyldar tekjur (heildarsumma) sem innhalda flestar staðgreiðsluskyldar tekjur.

Heildarsumman er birt eftir sveitarfélögum og skipt upp í launatekjur, atvinnuleysisbætur og aðrar tekjur.

Full ástæða er til að fagna þessu skrefi en mikil þörf hefur verið á betri upplýsingum um útsvarstekjur. Gögnin eru á heimasíðu Hagstofu (www. Hagstofa.is) og þar er að finna nánari lýsingu á gögnunum. Um er að ræða aðgengileg excelskjöl með felligluggum sem gera notanda kleift að velja sitt sveitarfélag og t.d. þróun launatekna í tiltekinni atvinnugrein.  Hér gefst sveitarfélögum því færi á meiri greiningu á útsvarstofni en áður hefur verið mögulegt.

Hér að neðan eru tekin dæmi um hvað hægt er að vinna upp úr þessum gögnum fyrir einstök sveitarfélög. 

Launafólki í ferðaþjónustu hefur fækkað verulega í Mýrdalshreppi. Í október 2018 störfuðu 202 í einkennandi atvinnu-greinum ferðaþjónustu, en tveimur áðum síðar hafði þeim fækkað niður í 98.

Atvinnuleysi hefur aukist verulega í Reykjanesbæ. Hér er annars vegar sýnd þróun launatekna og hins vegar atvinnuleysisbætur. Skýrt má sjá höggið sem verður í  mars og apríl. Atvinnuleysisbætur í apríl námu 15% af útsvarsstofni í heild. Hlutfallið lækkaði yfir sumarið, en hefur hækkað undanfarna mánuði eins og ráða má af myndinni.

Hér er sýnd mynd af skiptingu útsvarsstofns í október 2020 og Dalvíkur-byggð tekin sem dæmi.

Útsvarsstofn í heild var 537 m.kr.  Laun í sjávarútvegi námu 199 m.kr. eða 37% af heild. Laun í opinberri starfsemi námu 147 m.kr. sem er 27% af heild.