Horfur góðar en hægir á vexti

Þrátt fyrir hagfelldar horfur ríkir talsverð óvissa í efnahagsmálum, að sögn Hennýjar Hinz, hagfræðings ASÍ, sem fjallaði um horfur í þjóðarbúskapnum á fjármálaráðstefnunni í dag. Samkeppnisstaða í ferðaþjónustu hefur farið versnandi með hækkandi raungengi og olíuverðshækkanir hafa aukið óvissu í flugrekstri. 

Þrátt fyrir hagfelldar horfur ríkir talsverð óvissa í efnahagsmálum, að sögn Hennýjar Hinz, hagfræðings ASÍ, sem fjallaði um horfur í þjóðarbúskapnum á fjármálaráðstefnunni í dag. Samkeppnisstaða í ferðaþjónustu hefur farið versnandi með hækkandi raungengi og olíuverðshækkanir hafa aukið óvissu í flugrekstri. 

Í yfirferð Hennýjar kom m.a. fram að gert sé ráð fyrir því að einkaneysla verði áfram kröftug og einnig fjárfestingar, bæði hjá heimilum og því opinbera, enda þótt hægja muni aðeins á þróuninni frá því sem verið hefur. Um fjárfestingar í atvinnulífinu ríki hins vegar nokkur óvissa. Þá geri spár einnig ráð fyrir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna, en hægari en áður. 

Margt bendi því til þess að horfur séu enn góðar, enda þótt hægja muni á hagvexti. Tekjulágir hópar hafi hins vegar orðið af góðæri síðustu ára, misst af lestinni, ef svo megi að orði komast. Það eigi einnig við um leigjendur.

Gangi þessi hagfellda mynd ekki eftir, mun það hafa umtalsverð áhrif á efnahagslífið heild sinni ásamt þróun gengis og verðlags.

Veruleg óvissa einkennir á hinn bóginn vinnumarkaðinn. Flestir  kjarasamningar eru lausir á næstu mánuðum og mun veturinn að mati Hennýjar mjög líklega litast af þessari óvissu. Vilji og geta stjórnvalda í skatta-, velferðar- og húsnæðismálum muni hafa afgerandi áhrif á þróun umræðunnar í vetur.