Góð þátttaka í formannskosningu

Kosning til formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst mánudaginn 15. ágúst sl. Nú þegar hafa um 60% atkvæðabærra fulltrúa kosið.

Kosning mun standa til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 29. ágúst. Í kjöri eru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og núverandi varaformaður sambandsins og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Kynning á frambjóðendum.

Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins á seinasta kjörtímabili sem fela í sér að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.

Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar skv. rafrænni kjörskrá.