„Gljúfrið“ í þjónustu ríkis og sveitarfélaga

Nær væri að tala um gljúfur í opinberri þjónustu en grá svæði, að mati Önnu Gunnlaugar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Þetta gljúfur, sem hefur myndast á þjónustumótum ríkis og sveitarfélaga, fari stækkandi verði ekkert að gert. 

Nær væri að tala um gljúfur í opinberri þjónustu en grá svæði, að mati Önnu Gunnlaugar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Þetta gljúfur, sem hefur myndast á þjónustumótum ríkis og sveitarfélaga, fari stækkandi verði ekkert að gert. 

Í erindi sínu í dag, fjallaði Anna Gunnhildur um geðheilbrigðisþjónustu sem knýjandi dæmi um velferðarþjónustu sem krefst þéttrar samvinnu ríkis og sveitarfélaga.

Einnig kallaði hún eftir aukinni vitund um stöðu fanga, flóttafólks utan kvótaflóttamanna, aldraðra, börn á ábyrgð barnaverndaryfirvalda, aldraðra og örykja og þeirra barna og fullorðinna sem glíma við flókna fötlun. Þessir hópar stæðu allir með einum eða öðrum hætti á gljúfurbarminum. Dæmi væru mörg um einstaklinga sem hafi hrokkið fram af þessum barmi. 

Af öllum hópum fatlaðs fólks kemur misræmið harðast niður á notendum geðheilbrigðisþjónustunnar enda þurfa þeir bæði á heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu að halda.

Jafnframt benti Anna Gunnhildur á að allt að 30% munur sé á upphæð fjárhagsaðstoðar á milli sveitarfélaga og að fjárhæðir séu það lágar að jaðri við mannréttindabrot að margra mati.

Brýnt er að sögn Önnu Gunnhildar að brúa þessa gjá sem fyrst. Til þess þurfi heildarstefnumótun í nánu samstarfi við notendur, aðstandendur og fagfólk í viðkomandi stofnunum ríkis og sveitarfélaga ásamt þverfaglegum stýrihópi sem skipaður verði þvert á öll ráðuneyti stjórnarráðsins.

Þá benti Anna Gunnhildur jafnframt á að til skemmri tíma litið verði að horfast í augu við þá þróun sem átt hefur sér stað um allnokkurt skeið og lýsir sér í því að fólk leiti til Reykjavíkurborgar eftir heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þessi þróun feli i sér, að annað hvort verði að aðstoða Reykjavíkurborg við fjármögnun þessa risavaxna verkefnis eða að kalla með einhverju móti eftir aukinni fjárhagslegri aðkomu annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.