Fjármálaráðstefna sveitarfélaga stendur nú yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Það líður að lokum fyrri dags ráðstefnunnar en henni verður fram haldið á morgun, föstudag, stundvíslega kl. 09:00.
Ráðstefnan verður þá í beinu streymi eins og dagurinn í dag en sent verður frá báðum málstofum morgundagsins, sem annars vegar fjalla um fjármál og rekstur og hins vegar um fjármál og fræðslumál.
Hörður Sveinsson ljósmyndari var á ferðinni með myndavélina fyrri hluta dags í dag og má sjá nokkrar myndir af frá deginum hér að neðan.