Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að fallið verði frá svokallaðri tímabundinni frystingu á framlögum til Jöfnunarsjóð sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Í því felst að framlög til sjóðsins hækka á þessu tímabili um 279 m.kr. árið 2020 og 1.404 m.kr. árið þar á eftir eða um 1.683 m.kr. alls. Með þessari tillögu meirihlutans hefur verið fallið frá þeim skerðingum sem sveitarfélögin í landinu mótmæltu harðlega sl. vor.
Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að fallið verði frá frystingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Í því felst að framlög til sjóðsins hækka skv. áætlunum nefndarinnar um 279 m.kr. árið 2020 og 1.404 m.kr. árið þar á eftir eða um 1.683 m.kr. alls.
Með þessari tillögu meirihlutans hefur verið fallið frá þeim skerðingum stefnt var að í fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024 og Samband íslenskra sveitarfélaga mótmælti harðlega í vor. Í framhaldi af því tóku sveitarstjórnir um land allt undir mótmælin, enda um einhliða ákvörðun ríkisvaldsins að ræða sem fer algjörlega í bága við lögbundið samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Lögum samkvæmt ráðast framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af skatttekjum ríkisins og útsvarsstofni sveitarfélaga. Horfur eru á, að tekjur hins opinbera verði töluvert lægri en ráð var fyrir gert í upphaflegri tillögu að fjármálaáætlun. Lækkun á tekjum hins opinbera hefur í för með sér að framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs verða um 1.488 m.kr. lægri en ella hefði verið.
... Meiri hlutinn leggur til að fallið verði frá svokallaðri tímabundinni frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Í því felst hækkun framlaga um 279 millj. kr. árið 2020 og 1.404 millj. kr. árið 2021. Á móti vegur að með endurmati á tekjum ríkissjóðs lækkar hlutdeild jöfnunarsjóðs um samtals 1.488 millj. kr. á tímabilinu ... Í heildina séð eru því nettóáhrif því sem næst engin á tímabilinu í heild.