Aukin útlán samhliða uppgjöri lífeyrisskudlbindinga

Afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga, LS, var í samræmi við væntingar á síðasta ári eða 777 milljónir kr. Útlán vegna uppgjörs sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum námu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs um 15 milljörðum kr. sem samsvar hefðbundnum útlánum lánasjóðsins á tveggja ára tímabili. Aðalfundur LS fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 23. mars nk. kl. 15:00.

Afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. (LS) var í samræmi við væntingar á síðasta ári eða 777 milljónir kr. Útlán vegna uppgjörs sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum námu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs um 15 milljörðum kr. sem samsvar hefðbundnum útlánum Lánasjóðsins á tveggja ára tímabili. Aðalfundur LS fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 23. mars nk. kl. 15:00.

Í afkomutilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að hagnaður á síðasta ári nam 777 milljónum kr. samanborið við 983 milljónir kr. árið á undan. Breytingin á milli ára  skýrist einna helst af tekjufærslu á árinu 2016 vegna endurheimta af kröfu Lánasjóðsins á hendur Glitni banka hf.

Heildareignir sjóðsins voru við árslok 2017 um 85,7 milljarðar kr. og voru heildarútlán á sama tíma um 73,5 milljarðar kr. Þá var vegið eiginfjárhlutfall var við árslok 2017 97%, en var 85% í árslok 2016.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2018 verði arður að fjárhæð 388 milljónir kr. greiddur til hluthafa í samræmi við arðgreiðslustefnu sjóðsins.

Hvað framtíðarhorfur í rekstri snertir, sér Lánasjóður sveitarfélaga fram á að veitt útlán á árinu 2018 verði talsvert umfram útlán síðustu ára, þar sem uppgjör lífeyrisskuldbindinga sveitarfélaga hefur sett mark sitt á starfsemi sjóðsins fyrstu mánuði ársins.

Fyrstu tvo mánuði ársins hefur Lánasjóðurinn veitt langtímalán að fjárhæð 15 milljörðum kr. og nemur skuldabréfaútgáfa sjóðsins 6,5 milljarði kr. að nafnvirði á sama tíma. Skuldabréfaútgáfa í desember 2017 nam 4,2 milljörðum kr. Útlán vegna lífeyrisskuldbindinga eru á venjubundnum 2,6% vöxtum.

Sjóðurinn mun endurskoða útgáfuáætlun sína fyrir árið 2018, en mun að öðru leyti sjóðurinn starfa með svipuðu sniði og undanfarin ár, með eflingu starfsins og aukinni þjónustu við sveitarfélögin að leiðarljósi. Væntingar stjórnenda standa til að afkoma af hefðbundinni starfsemi verði í samræmi við það sem verið hefur undanfarin ár.

LS-arsuppgjor-2017_throun-utlana