Árshlutauppgjör stærstu sveitarfélaganna fyrir fyrri hluta árs 2022.
Sex stærstu sveitarfélög landsins, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Akureyrarbær og Garðabær hafa birt árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman uppgjör þessara sex sveitarfélaga, en í þeim búa rösklega 260 þúsund manns, sem er tæplega 70% landsmanna.
- Heildartekjur voru 13% hærri en á sama tíma árið áður.
- Hækkunin var langmest í Garðabær, en bærinn seldi byggingarétt fyrir rösklega 3 ma.kr.
- Skatttekjur hækkuðu um 9%.
- Mest var hækkunin í Reykjanesbæ, eða nær 17%.
- Útgjöld hækkuðu um 9,2%, þar af hækkuðu laun og tengd gjöld um tæp 7%.
- Gjaldfærð áætluð breyting lífeyrisskuldbindinga lækkaði um næstum 11%.
- Halli á rekstri var álíka í krónum talið og árið áður eða í kringum 11,5 ma.kr.
- Hallinn minnkaði sem hlutfall af tekjum úr 9,2% í 8%.
- Halli var á rekstri allra sveitarfélaganna nema Garðabæjar vegna sölu byggingaréttar.
- Mestur var hallinn á rekstri Reykjavíkurborgar, 11,9 % af tekjum.
- Fjármagnskostnaður hækkaði verulega milli ára, úr 5,4 ma.kr. í 9,4 sem skýrir stóran hluta af hallanum.
- Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1,3% af tekjum en neikvætt um 1,9% á sama tíma í fyrra.
- Veltufé frá rekstri Reykjavíkurborgar var neikvætt um 3,4 ma.kr. sem er svipað og á sama tíma í fyrra.
- Hin sveitarfélögin skiluðu jákvæðu veltufé frá rekstri.
- Fjárfesting var 5 ma.kr. meiri en á sama tíma í fyrra og nam 11,2% af tekjum samanborið við 8,6% í fyrra.
- Vöxt fjárfestingar má einkum rekja til Reykjavíkurborgar sem fjárfesti fyrir um 15% af tekjum á fyrstu 6 mánuðum ársins sbr. við 9,7% á sama tíma í fyrra.
- Lántaka umfram afborganir nam um 2,2 ma.kr. samanborið við 15,3 ma.kr. á sama tíma í fyrra.
- Aðeins Reykjavíkurborg tók langtímalán á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 7,5 ma.kr. Afborganir langtímalána námu 5,2 ma.kr.
- Skuldir og skuldbindingar námu í lok júní 2022 328 ma.kr. og hækkuðu um 13,9 ma.kr. frá áramótum, eða um 5,9%.
Í meðfylgjandi töflum eru dregnir saman helstu þættir í hálfsáruppgjöri sveitarfélaganna sex og nokkrar kennitölur um hvert þeirra. Önnur sveitarfélög leggja reglulega fram rekstraryfirlit fyrir sveitarstjórnir, en þau yfirlit eru allmisjöfn er varðar form og innihald. Sambandið hefur safnað yfirlitum frá átta af þeim níu sveitarfélögum sem næst ganga þessum sex að íbúatölu. Öll þessi sveitarfélög voru rekin með halla á fyrstu sex mánuðum ársins sem nam um 15% af tekjum. Afkoman er lang slökust hjá Árborg og ef því sveitarfélagi er sleppt fæst að hallinn hafi numið rösklega 10% tekjum, samanborið við tæplega 6% á sama tíma árið áður. Tvöföldun fjármagnskostnaðar þessara sveitarfélaga milli ára er stærsta skýringin á auknum rekstrarhalla þeirra.