Fundur um sveitarfélög, áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir, 5. september 2022 kl. 09:00-12:00.
Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Byggðastofnun, Innviðaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið og Veðurstofu Íslands, boðar til fundarins.
Markmið viðburðarins snúa fyrst og fremst að því að hefja umræðu um aðlögun að loftslagsbreytingum fyrir alvöru með fulltrúum sveitarfélaga landsins, sem og öðrum er málið varðar. Mikilvægt er að stuðla að aukinni umræðu og fræðslu um eðli og mikilvægi aðlögunarvinnu á öllum stigum stjórnsýslunnar, ekki síst sveitarstjórnarstigi, vegna áhrifa loftslagsbreytinga.
Athugið að takmarkað sætaframboð er í boði á viðburðinn á Grand Hótel (ótakmarkað í streymi) og skráning á staðfundinn fer fram á vef sambandsins.
Hvetjum ykkur því til að skrá ykkur sem fyrst.
Tengill á streymið mun birtast á vefsíðu fundarins að morgni fundardags.